Blik - 01.06.1980, Síða 38
mjólkurskorturinn þar gjörður að
blaðamáli. Komizt var þannig að
orði í blaðagrein, að næstum fimm
manns væru þar um hvern kýr-
spena, eins og greinarhöfundur
orðaði það. Og fleira var það þá,
sem skerti fæðuöflun Eyjafólks af
landbúnaði. Sumarið 1917 hnekkti
kartöflusýkin allri þeirri uppskeru,
svo að til vandræða horfði. Margir
kartöflugarðarnir voru þá ekki
notaðir næsta sumar, eða einungis
notaðir til rófna- og kálræktar.
Oftast var bændatalan í Eyjum
48 alls og jarðirnar taldar
jafnmargar. Þó ber smávegis hér á
milli stundum. Flestar jarðirnar
voru taldar saman í jarðarvelli svo-
kallaða. Þeir voru 24 að tölu, því að
tvær samliggjandi jarðir töldust
jarðarvöllur. Hver völlur var talinn
fleyta fram 4 nautgripum og þeir
allir þá 96 gripum alls.
Heyskapur í úteyjum var þá oft
stundaður hvert sumar. Vissar
úteyjar höfðu þau hlunnindi til
handa bændum. — í sumum fjöll-
unum voru einnig notandi slægjur.
Með auknum kúafjölda Eyja-
fólks eftir aldamótin fór það
fyrirbrigði í vöxt, að Eyjamenn
keyptu hey úr sveitum Suðurlands-
ins og fluttu til Eyja að haustinu.
Mest af því heyi var flutt undan
Eyjafjöllum, en annars úr sveitun-
um austan frá Pétursey og vestur að
Stokkseyri. Þá átti það sér einnig
stað, að kúaeigendur í Eyjum heyj-
uðu sjálfir í sveitum Suðurlands og
fluttu heyaflann til Eyja að slætti
loknum. T.d. voru fluttir til Eyja
haustið 1924 alls 4154 hestburðir af
heyi, og mest af því undan Eyja-
fjöllum. Stundum hlutust mann-
skaðar við þessa heyflutninga, t.d.
sumarið 1923. Þessir heyflutningar
munu hafa átt sér stað um 20 ára
skeið.
Þau ákvæði í byggingarbréfum
Eyjabænda, sem ákváðu bústofn
þeirra hvers um sig, drógu óefað úr
hug þeirra og vilja til aukins bú-
stofns og meiri búframleiðslu. Þessi
ákvæði voru klippt og skorin: Ein
kýr, einn hestur og 12 kindur á
sjálfri Heimaeynni og svo 15 fjár í
útey. En mörg voru samt þau
hlunnindi, sem fylgdu því að vera
bóndi í Eyjum. Bændastéttin þar
hafði einkarétt til allrar eggjatekju
og fuglaveiða á Heimaey og í út-
eyjum. Og engir aðrir máttu beita
þar fé eða afla heyja. Frá fornu fari
giltu þarna fastar reglur um ítök og
notkun úteyjanna, — svo og um
það, hvar hver bóndi hafði rétt til
hlunnindanna í úteyjum. Þar munu
elztu jarðirnar hafa frá landnáms-
öld setið að hlunnindunum í beztu
og auðnýttustu úteyjunum, svo sem
Elliðaey og Bjarnarey og í klettun-
um, Heimakletti og Yztakletti, þar
til umboðsmaður konungsvaldsins
tók hlunnindin af þeim kletti undir
verndarvæng sinn, sjálfum sér til
nytja og svo einokunarkaupmann-
inum síðar, þegar það hentaði
valdinu mikla.
36
BLIK