Blik - 01.06.1980, Síða 142
lögmanninum, þar sem málefnið
var að mestu leyti gjörsamlega ská-
gengið, en þess í stað farið með
mærðarrollu og málþóf, sem engu
tali tók. „Hvað kemur það t.d.
þessu máli við, hversu margar
bækur hver prófessor við Háskóla
íslands hefur skrifað á undanförn-
um árum og önnur þvæla í þeim
dúr? Hvernig hrekur sú fræðsla
staðreyndirnar um allt það böl,
allar þær hörmungar, sem áfengis-
sala lyfjabúðarinnar hér í bæ veldur
fjölskyldum og heimilum í kaup-
staðnum? Sú staðreynd stendur
óhrakin þrátt fyrir þriggja stunda
þvælu þessa hæstaréttarlögmanns
hér í bæjarþingssalnum.“
Svo reyndi ég eftir mætti að
draga dár að orðskrípinu
stefnöndu, sem ekki finnst í
orðabókum. Ég spurði, hvort ekki
hæfði hér hið viðurkennda orð
stefnandi af því að kona ætti hér
hlut að máli? — Hrokasvipur
hæstaréttarlögmannsins og dramb
vakti þannig illar hvatir hjá mér til
að knésetja hann og lítillækka.
Áheyrendur hlógu og virtust
skemmta sér mæta vel.
Vissulega var ég í essinu minu,
enda átti ég tíu þúsund krónur
geymdar í bók, sem ég ætlaði að
nota til þess að skjóta þessu máli til
Hæstaréttar, ef tilefni gæfist. Þá
skyldi það líka gert að landskunnu
blaðamáli.
Síðast lagði ég fram í réttinn
niðurstöður af réttarhaldinu yfir
sjálfum lyfsalanum og starfsstúlk-
um hans, og svo svörum lögreglu-
þjónanna við spurningum mínum.
Öll voru svör þessa fólks málstað
mínum til framdráttar. — Síðast
lagði ég fram yfirlýsingu þeirra
kvenna, sem mest höfðu liðið á
undanförnum árum fyrir áfengis-
sölu lyfjabúðarinnar og laga- og
reglugjörðabrot lyfsalans án þess að
hinir háttsettu löggæzlumenn í
kaupstaðnum hreyfðu hönd né fót
til að afmá hneykslið. (Vitað var,
að lyfsalinn var fasttengdur leyni-
klíku oddborgaranna í bænum,
konsúla- og kaupmannavaldinu,
sem átti bækistöð við Heimagötu
neðanverða)
Þetta var almenn ályktun í
bænum, er menn ræddu hörmung-
arnar, sem af áfengissölu þessari
hlutust. Var hæstaréttarlögmaður-
inn meðlimur samsvarandi klíku í
Reykjavík? Maður spurði mann.
Ég segi þér ekki, frændi minn og
vinur, nöfn þeirra kvenna, sem
afhentu mér þessi vottorð undirrit-
uð. Þær voru hinar líðandi sálir.
Ekki færðu heldur að vita nafn bif-
reiðastjórans, sem studdi mig
drengilega í málaþrasi þessu. Þau
eru að sjálfsögðu geymd í fórum
skjalasafns bæjarfógetaembættis-
ins í Vestmannaeyjum.
Þessi vottorð segja okkur hins-
vegar athyglisverða sögu böls og
hörmunga, sem gengið höfðu yfir
þessi Eyjaheimili í mörg ár. Fyrir-
brigðin voru svívirðilegur blettur á
bæjarlífinu og menningu fólksins í
heild.
140
BLIK