Blik - 01.06.1980, Qupperneq 145
ég von á, þrátt fyrir sagðan
sannleikann í hverju orði.
Og birti ég hér
Dómsorð:
Framangreind ummæli skulu
dauð og ómerk. Stefndur, Þor-
steinn Þ. Víglundsson’ greiði
1000,oo kr. sekt í ríkissjóð og komi
8 daga varðhald i stað sektarinnar
ef hún greiðist ekki innan 4 vikna
frá birtingu dóms þessa.
Stefndur greiði stefnanda, Aase
Sigfússon, kr. 150,oo til að standa
kostnað af birtingu dóms þessa í
opinberu blaði eða riti og kr.
500,oo í málskostnað innan 15 daga
frá lögbirtingu hans...“
Daginn eftir að mér var birtur
dómurinn, gekk ég á fund bæjar-
fógetans, en hann hafði ekki fellt
dóminn heldur fulltrúi hans, eins og
ég hefi tekið fram. Ég kvaðst
kominn til þess að greiða meiðyrða-
sektina. „Þú greiðir ekkert“, sagði
bæjarfógeti. — „Nú? Dómarinn
hefur afráðið, að ég greiði ríkissjóði
kr. 1000,oo í sekt fyrir skrifuð orð
um sprittsölu lyfjabúðarinnar og
alla þá óhamingju, sem af sölu
þessari sprettur. Og hvers vegna svo
ekki að greiða sektina?“
„Svona dómar eru felldir til þess
að fullnægja lagastafnum, þar sem
svo er kveðið á í lögum, að jafnvel
fyrir heilagan sannleika skuli menn
einnig dæmdir til að greiða sektir.
En eitthvað verður gert í þessu
sprittmáli, það er vist og satt,“
sagði bæjarfógeti. Enda kom það á
daginn. — Þar með lauk þessu
máli.
Þá kem ég að togaraútgerð og
togarasölu Vestmannaeyjakaup-
staðar.
Þá vil ég loks skrifa þér um þá
sögulegu atburði, þegar Vest-
mannaeyjakaupstaður hóf togara-
útgerð til þess að tryggja næga
atvinnu í bænum og auðgast um
leið, ef ég mætti gizka þannig á. Þú
hefur oft imprað á því, að ég léti til
leiðast og sendi þér sögulega grein-
argerð fyrir þætti mínum í sölu bæj-
artogaranna á sínum tíma, togar-
anna Elliðaeyjar og Bjarnareyjar.
Ég hefi lengi velt þessari beiðni þinni
fyrir mér. Fyrir hart nær 10 árum
fékk ég lánaðar fundargjörðarbæk-
ur hjá bæjarstjóra til þess að kynna
mér þessi mál og á þeim byggi ég
skrif mín hér að þessu sinni.
Enn lifa innra með mér hin sáru
minni, er ég varð að láta samvizku
mína ráða gjörðum mínum gegn
vilja og ályktunum vina minna og
velgjörðafólks í kaupstaðnum. Ef
til vill hefi ég aldrei á ævi minni
verið í meiri vanda staddur en þá, er
ég afréð að beita mér fyrir sölu tog-
aranna úr bænum, fyrst ekki reynd-
ist kleift að selja þá innan bæjar.
Fjárhagur bæjarfélagsins var á helj-
arþröm sökum útgerðartapanna og
atvinna lítil af útgerð þeirra. Kem
ég að því síðar í máli mínu hér.
Ég var kosinn í bæjarstjórn Vest-
mannaeyjakaupstaðar í janúar
1950. Brautargengi mitt hlaut ég
BLIK
143