Blik - 01.06.1980, Síða 158
eftir að koma ýmsum góðum mál-
um í farsæla höfn til hagsældar
bæjarfélaginu okkar. Og eru mér
þá efst í huga mjólkurmálin og
skólamálin, svo sem bygging Gagn-
fræðaskólans o.fl. o.fl. Enda
reyndist ofanrituð bókun sam-
starfsmanna minna í bæjarstjórn
aðeins meiningarlaus orðaflaumur.
Þegar Ieið fram í september
haustið 1953 gaf Hafnarfjarðar-
kaupstaður kost á því að kaupa
annan Vestmannaeyjatogarann. Þá
var kallaður saman aukafundur í
bæjarstjórn. Þar var gert uppkast
að sölusamningi. — Þrír bæjarfull-
trúar Hafnarfjarðarkaupstaðar
ásamt forstjóra útgerðar kaupstað-
arins komu síðan til Eyja, og við
gerðum út um togarakaupin. Þá
samningsgjörð önnuðumst við
Björn Guðmundsson, bæjarfulltrúi
og kaupmaður, en við skipuðum
togarasölunefndina f.h. bæjar-
stjórnar. Að sjálfsögðu höfðum við
náið samráð við bæjarstjórnina í
heild í þessu starfi okkar.
Hafnfirðingar keyptu sem sé
togarann Elliðaey. Kaupverð var
kr. 5,5 milljónir.
Þegar þessu var lokið, var sam-
þykkt í bæjarstjórn kaupstaðarins
að leita eftir hlutafé hjá bæjarbúum
til þess að halda togaranum Bjarn-
arey í bænum og geta gert hann
sómasamlega út. Þar voru allir
bæjarfulltrúar á eitt sáttir.
En hlutafjársöfnunin gekk treg-
lega. Það er víst og satt. Fólkið vildi
njóta en engu fórna, — ekkert eiga
á hættu. Þrátt fyrir andúðina á
gjörðum okkar sölumanna virtust
Eyjamenn ekki hafa trú á fyrirtæk-
inu sjálfum sér til hagnaðar og
bæjarfélaginu til viðgangs og
vaxtar.
„Glæpamaður“
Ég get naumast skilið svo við
þennan þátt minn í sölu bæjartog-
arans Elliðaeyjar, að ég bæti ekki
við þessa frásögn mína tveim
skrítlum.
Ég er staddur í Reykjavík nokkr-
um mánuðum eftir að Hafnfirðing-
ar tóku að gera út Vestamannaeyja-
togarann og moka saman gróða af
útgerð hans vonandi!
Þá mæti ég kunningja mínum á
götu. Áður fyrr þekktumst við
mæta vel. Hann var þá góðkunn-
ingi minn. Vitaskuld nam ég staðar
til þess að heilsa innilega þessum
fornkunningja mínum, sem þá átti
heima á Akranesi. Hann þekkti mig
strax, þrátt fyrir mörg liðin ár frá
síðustu kynnum. Hann brást illur
við og vildi ekki taka í hendina á
mér. „Nú, hvað er að, gamli kunn-
ingi?“ spurði ég. „Ég tek ekki í
hendina á glæpamanni," sagði
hann og yggldi sig. „Hvað segirðu
maður?“ sagði ég undrandi,
„engan glæp hef ég framið.“ „Víst
hefirðu framið glæp. Maður, sem
vinnur að því, rær að því öllum
árum, að selja burt úr bæjarfélag-
inu sínu stærstu og arðsömustu
framleiðslutækin, er hreinræktaður
glæpamaður í mínum augum.“ Þar
156
BLIK