Blik - 01.06.1980, Síða 65
búnaðarfélagsstjórnarinnar báru til
hagsbóta öllum almenningi í Eyjum,
því að hagur Búnaðarfélags Vest-
mannaeyja á þessum fyrstu 30
aldursárum sínum var öllu byggðar-
laginu til mikillar blessunar og
hags- og heilsubóta. Og hefi ég þá í
huga hina miklu mjólkurneyzlu
ungra og aldna í Eyjum á þessum
árum. Blær mjólkurskortsins var
fyrir löngu horfinn af barnsandlit-
unum. — En sagan endurtekur sig,
segir máltækið. Og það gerist ein-
mitt í Vestmannaeyjum á síðari
árum þessa tímabils, sem ég fjalla
um hér í grein minni. Ég kem að því
síðar, þegar ég hefi sýnt lesanda
mínum og sannað honum hið mikla
jarðabótaverk, sem Eyjamenn
komu í framkvæmd á árunum
1924-1954 og síðar, þó að allt færi
það rýrnandi ár frá ári eftir heims-
styrjöldina, þar til yfir Iauk með
eldsumbrotunum 1973.
Bygging safngryfja. Mikilvægt
verkefni búnaðarfélagsstjórnarinn-
ar var það að stuðla að því í ríkum
mæli, að jarðyrkjumenn Eyjanna
byggðu sér safngryfjur við tún sín
til þess að safna i slógi og salernis-
áburði m.m. að vetrinum til áburð-
ar á tún sín og í garðlönd að
vorinu. Til þess að fá þessum mikil-
vægu þörfum fullnægt sem mest og
bezt, festi stjórnin kaup á steypu-
timbri, sem síðan var lánað þeim
mönnum, sem óskuðu að byggja
þessar safngryfjur. Um tíma festi
stjórn Búnaðarfélagsins einnig
kaup á sementi, sem hún lánaði
jarðræktarmönnum í þessu skyni.
Hún tók væntanlegan jarðræktar-
styrk þeirra í veð fyrir sements-
láninu. Þessi umsvif Búnaðarfélags-
stjórnarinnar gagnaðist mörgum
mæta vel og efldi mjög athafnir
manna og framtak til að byggja
safngryfjurnar, svo að áburðurinn
notaðist þeim betur, en nóg var af
honum í verstöðinni á vissum tíma
árs, þ.e. á vertíð.
Jarðabótaskýrslur þær, sem ég
birti hér á bls. 72 og bls. 74 gefa
okkur nokkra hugmynd um hið
mikla framtak, sem Eyjamenn
inntu af höndum á þessu sviði á
árunum 1926-1967. Þá er rétt að
minna á það, að nýtízku flutninga-
tæki komu hér til sögunnar og léttu
alla flutninga stórlega.
Fyrsta flutningabifreiðin var flutt
til Eyja í júlí 1919. Margar komu á
eftir næstu árin. Gildi þeirra og
mikilvægi fór árvaxandi með auk-
inni vegalagningu um Heimaey, t.d.
með ræktunarveginum í kringum
Helgafell og Stórhöfðavegi.
Viðkvæm vandamál. Eftir að
Iandi Heimaeyjar var skipt í rækt-
unarskákir, þá áttu leiguliðasamn-
ingar bændanna í Eyjum við ríkis-
valdið eftir að valda nokkrum erfið-
leikum. Margir þeirra og svo þurra-
búðarmenn í skjóli þeirra voru enn á
þeirri skoðun, að frjálst væri að
láta sauðfé ganga óhindrað um land
Heimaeyjar svo að segja allt árið,
því að túnræktar- og garðræktar-
mönnum bæri skylda til að girða
BLIK
63