Blik - 01.06.1980, Síða 170
sem greint er frá hér í samvinnu-
sögu þessari.
Á stofnfundi kaupfélagsins voru
þessir menn kosnir í stjórn þess:
Gunnar Sigurmundsson, prent-
smiðjustjóri, Filippus Árnason,
yfirtollvörður, Ólafur Björnsson,
trésmíðameistari, Jón Stefánsson,
vaktmaður Landssímans, og undir-
ritaður.
Kaupfélagsstjórnin hélt síðan
fyrsta fund sinn að Goðasteini 1.
nóvember eða að tveim dögum
liðnum frá stofnfundinum. Þar
skiptu stjórnarmenn með sér
verkum þannig: Formaður stjórnar-
innar var kjörinn Þorsteinn Þ. Víg-
lundsson; ritari Gunnar Sigur-
mundsson; varaformaður stjórnar-
innar og þá kaupfélagsins: Jón
Stefánsson. Þannig áttu vinstri
flokkarnir þrír, sem báru ábyrgð á
stjórn kaupstaðarins, sinn fulltrú-
ann hver í kaupfélagsstjórninni.
Allt var þetta unnið og gjört í bezta
bróðerni og ómengaðri velvild að
bezt varð fundið.
Bráðlega eftir stofnfundinn sótt-
um við um inngöngu í Samband
íslenzkra samvinnufélaga f.h.
Kaupfélags Vestmannaeyja.
Fyrr í sama mánuði ræddi ég
þessa upptökubeiðni okkar við for-
stjóra S.Í.S., Viíhjálm Þór. Hann
tók þessari málaleitan okkar sérlega
vinsamlega, enda allt þetta félags-
starf unnið að vilja hans og beiðni,
þó að starfsmenn hans væru þar
málflytjendur.
Hinn 7. desember (1950) hélt
stjórn Kaupfélagsins þriðja fund
sinn. Þá höfðu tugir manna bætzt
við á undirskriftarlistana og þannig
óskað að vera með í þessum sam-
vinnusamtökum. Þeir vildu vissu-
lega leggja sitt til, að svo góð og
göfug hugsjón mætti verða að veru-
leika, eins og þetta blessað fólk
komst að orði á stundum.
Enn liðu dagar án þess að svar
bærist okkur frá forstjóra Sam-
bandsins við inntökubeiðni okkar
og þó nálguðust áramótin. Þá
áttum við að taka við vörubirgðum
hins gjaldþrota kaupfélags og reka
verzlun „eigin búða“ eftir það.
Það leyndi sér ekki, að farið var
að fara um stjórnendur Neytenda-
félags Vestmannaeyja, sem var eins
konar samvinnufélag fúlustu and-
stæðinga S.Í.S. og svo Framsóknar-
flokksins í landinu. Það verzlunar-
félag var rekið í húsi nr. 7 við
Bárustíg gegnt verzlunarhúsi Kaup-
félgs verkamanna, húsinu, sem
ætlazt var til, að kaupfélagið okkar
keypti af Sambandinu.
Sögur gengu af erfiðum rekstri
Neytendafélagsins og háum víxla-
skuldum, sem stjórnendur þess
báru abyrð á gagnvart Útvegsbank-
anum, sem var einn af stærstu lána-
drottnum þeirra samtaka. — Neyt-
endafélaginu réðu kunnir menn í
forustuliði Sjálfsæðisflokksins. Þar
voru æðstir stjórnarmenn og kunn-
astir Steingrímur Benediktsson,
kennari, formaður stjórnarinnar,
Páll Eyjólfsson, ritari hennar og
168
BLIK