Blik - 01.06.1980, Qupperneq 94
samþykkt þessa. Þessi samþykkt
þeirra virðist hafa leitt til þess, að
umboðsmenn „ríkisvaldsins“ í
Eyjum sendu verðlagsstjóra ríkisins
í Reykjavík þessa bágu fregn og
óskuðu afskipta hans af mjólkur-
verðinu. — Eftir 4 daga var boðað
til fundar með mjólkurfram-
Ieiðendum. Fund þann sat fulltrúi
eða trúnaðarmaður verðlagseftirlits
ríkisins í umboði verðlagsstjóra. Á
fundi þessum tilkynnti hann fund-
armönnum, að verðlagseftirlit ríkis-
ins mótmælti verðhækkun þeirri á
nýmjólk, sem þeir höfðu samþykkt
á fundi sínum 14. s.m. Jafnframt
var mjólkurframleiðendum
tilkynnt, að verðlagsstjóri myndi nú
skerast í málið.
í ræðum fundarmanna kom ber-
lega í ljós, að þeir ætluðu sér að
standa saman og bjóða valdinu
birginn, standa fast saman um
hagsmuni sína. Var sú samþykkt
gjörð og skráð og undirrituð af
öllum fundarmönnum, en verð-
hækkunin skyldi ekki taka gildi fyrr
en 29. s.m. En þann dag birti Þor-
björn bóndi grein í blaðinu Víði í
Vestmannaeyjum. Hann hafði þá
haldið búreikninga í nokkur ár og
skrifaði greinina með tilliti til
reynslu sinnar af rekstri kúabús í
Eyjum.
Þarna segir greinarhöfundur:
„...í haust ákvað mjólkur-
verðlagsnefnd (í Eyjum), að útsölu-
verð mjólkur skyldi vera kr. 1,75
hver lítri, en um sama leyti ákvað
ríkisstjórn, að verðið skyldi vera kr.
1,45 og við þetta hefur verið setið.
Það eru allar líkur fyrir því, að
Samsalan í Reykjavík fái verðbætta
mjólk frá tímabilinu 15. sept. f.á.
Þar sem verðlag á mjólkurvörum
hækkaði mjög á s.l. sumri, t.d. hey-
hestur úr 40 kr. í 55 kr., maismjöl
úr 38 kr. í 45 kr., sílarmjöl úr 32 kr.
í 52 kr., þá hækkaði framleiðslu-
verð mjólkurlítrans um 26 aura. Og
nú er svo komið, að þeir sem þessa
vinnu stunda, bera mjög lítið úr
býtum fyrir vinnu sína, eins og
eftirfarandi áætlun sýnir, sem
styðst við margra ára reynslu og
búreikninga.
Kostnaður við að fóðra eina kú
árið um kring:
Gjöld:
35 hestburðir af heyi á 55/-
kr. 1925,oo
600 kg. fóðurmjöl á 85 aura
510,oo
4 hestb. hey, sumarfóður á 55/-
220,oo
Vextir 60,oo
Húsleiga fyrir hey og kýr 90,oo
Hreinlætisvörur og áhöld
(verkf.) 75,oo
Vanhöld og fyrning 250,oo
265 vinnustundir virka daga,
á 5 kr. 1325,oo
100 vinnustundir helgidaga
og eftirvinna á 7/- 700,oo
Áburður á sumarhaga 150,oo
Leiga fyrir sumarhaga 150,oo
Nautstollur 35,oo
Gjöld alls kr. 5.490,oo
92
BLIK