Blik - 01.06.1980, Blaðsíða 186
starfi frá upphafi, og hinum skað-
samlegu mistökum. Okkar á milli
og í leynd létum við í ljós undrun
hver við annan yfir því, hversu sál-
greining okkar frá fyrstu vonbrigð-
unum stóðst allar staðreyndir.
Og þarna í fundargjörðabókinni
standa skráð nokkur hrakyrði eins
stjórnarmannsins til föðurins, sem
réri að því öllum árum með fylgi
flokksmanns síns að fá son sinn
ráðinn í kaupfélagsstjórastöðuna.
„Er leitt til þess að vita,“ stendur
þar, „að mætir menn skuli geta
blindazt svo af valda- og hagsmuna-
streitu, að þeir blátt áfram vinni að
því að skaða það fyrirtæki, sem
þeim hefur verið trúað fyrir að
stjórna, eins og hér hefur átt sér
stað....“
Á næsta fundi kaupfélagsstjórn-
arinnar blossaði enn upp rimma og
gengu þá klögumálin á víxl þarna
inni i skrifstofu Kaupfélgsins á
annari hæð verzlunarhússins að
Bárustíg 6. En niðri í búðunum
gengu flest störfin á neikvæða vísu.
En hvað var um það að fást? Sam-
bandið stóð straum af afleiðingun-
um. Það borgaði!
Og nú var ráðinn nýr kaupfélags-
stjóri. Þar var ekki leitað langt yfir
skammt. Hann hafði verið gjaldkeri
kaupstaðarins á undanförnum ár-
um, og hét Halldór.....
Þrátt fyrir stjórnleysið og allar
sögurnar, sem gengu um bæinn af
ófriðnum innan kaupfélagsstjórn-
arinnar, þá hafði vörusala kaup-
félagsins aukizt að miklum mun á
árinu 1958. Hún nam þá alls kr.
7.741.428,15. Þessi staðreynd sann-
aði okkur, sem unnum samvinnu-
hugsjóninni, þann samvinnuanda
og skilning á gildi þessara samtaka,
sem ríkti orðið með Eyjafólki, því
til léttis og hjálpar í lífsbaráttunni í
vaxandi dýrtíð og ýmsum öðrum
fjárhagslegum erfiðleikum, sem þá
steðjuðu að heimili verkamannsins
og sjómannsins.
í desembermánuði 1959 var þessi
nýi kaupfélagsstjóri látinn hætta
skyndilega störfum við kaupfélagið
sökum þess, að hann hafði orðið
uppvís að því að stela hálfri milljón
úr sjóði kaupstaðarins, meðan hann
var þar gjaldkeri. (sjá grein í Fram-
sóknarblaðinu 27. jan. 1960).
Þó að ég greini hér frá sögulegum
staðreyndum í sögu og rekstri
Kaupfélags Vestmannaeyja, þá er
það fjarri mér að ásaka kaupfélags-
stjórnina um alla þessa ógæfu í
rekstri félagsins. Lánið getur leikið
við einstaklinginn í eigin rekstri, þó
að það reynist mótdrægt einstak-
lingum í rekstri, sem er þeim ónátt-
úrlegur, stríðir gegn þeirra eigin
manngerð og lífshugsjónum. Þó
geta örlögin hafa látið það eftir
þeim að annast hann til þess að full-
nægja vissum hvötum hjá þeim til
dæmis í valdastreitu eða „pólitískri
valdagræðgi".
Þegar sú frétt barst um kaupstað-
inn, að nýi kaupfélagsstjórinn hefði
reynzt býsna fingralangur í gjald-
kerastarfinu hjá bænum, fór hroll-
ur um kaupfélagsstjórnina. Hún
184
BLIK