Blik - 01.06.1980, Side 179
kaupfélagsstjórninni. Hún mælti
einhuga með Þorvarði Arinbjarnar-
syni, starfsmanni á Keflavíkurflug-
velli, í kaupfélagsstjórastöðuna,
eftir að hafa kynnt sér rækilega
starfshæfni hans og nám. Hann var
samvinnuskólagenginn. Hann var
tengdasonur Filippusar Árnasonar
endurskoðanda Kaupfélagsins.
Áskilið var, að endurskoðandi þessi
hyrfi frá endurskoðun við Kaupfé-
lagið, yrði tengdasonur hans kaup-
félagsstjóri.
Á þessa ráðningu í kaupfélags-
stjórastöðuna gat forstjóri S.Í.S.
ekki fallizt þrátt fyrir þessi ákvæði
kaupfélagslaganna: „Félagsstjórnin
ræður framkvæmdarstjóra“. (10.
gr.) Forstjórinn mælti með manni
að nafni Jóhann Bjarnason og vildi
fá hann ráðinn í kaupfélagsstjóra-
stöðuna. Hann hafði verið starfs-
maður hjá Kaupfélagi Hafnfirðinga
á undanförnum árum.
í rauninni þótti okkur það ekkert
óeðlilegt, þó að forstjórinn vildi
hafa hönd í bagga um ráðningu
kaupfélagsstjórans, svo skuldugt
sem Kaupfélagið var orðið Samband-
inu og fjárhagslega ósjálfstætt.
Orsök þess voru ekki minnzt
skemmdu vörurnar, sem það var
neytt til að taka við af hinum gjald-
þrota verzlunarfélögum og fleygja
síðan, vegna þess að þær seldust
ekki.
Ábyrgðarminnst var það líka
fyrir okkur stjórnendur að láta for-
stjórann ráða kaupfélagsstjóranum
eins og komið var um allan rekstur
félagsins, enda vildum við með því
reyna að hlýja honum eilítið um
hjartaræturnar.
Brátt urðum við stjórnarmenn
þess áskynja, að hér var kominn
maður í kaupfélagsstjórastöðuna,
sem var vandanum vaxinn. Hann
réð brátt deildarstjóra, trúnaðar-
mann og stjórnanda í daglegu starfi
í verzlunum Kaupfélagsins, svo að
öll stjórn var þar til fyrirmyndar.
Samvinna okkar Jóhanns Bjarna-
sonar kaupfélagsstjóra var hin
ánægjulegasta í alla staði. Og hlý-
legt samband myndaðist brátt á
milli heimilanna, heimilis okkar
hjónanna og kaupfélagsstjórahjón-
anna. Og vegur Kaupfélags Vest-
mannaeyja fór vaxandi, svo að
lýðum var ljóst. Traust mitt á
þessum kaupfélagsstjóra, hyggju-
viti hans, dugnaði og hagsýni fór
vaxandi, og ég gerði mitt ýtrasta til
þess, að Sparisjóður Vestmanna-
eyja gæti mætt fjárþörf Kaupfél-
agsins miðra garði með því að liðka
til og greiða götu félagsins fjárhags-
lega af fremsta megni.
Þegar leið fram á sumarið 1953,
tók það að vekja athygli, hversu
vegur Kaupfélagsins fór vaxandi og
verzlunarrekstur þess efldist al-
menningi til mikilla hagsbóta. Þá
tóku gömlu andstæðingar sam-
vinnuverzlunarinnar í bænum með
kaupmannavaldið að bakhjarli að
íhuga, hvernig hnekkja mætti
þessari þróun í bænum. Þá kom
berlega í ljós það afl, sem við vinstri
menn, er stóðum að kaupfélagsstofn-
BLIK 12
177