Blik - 01.06.1980, Side 152
hlutans væru enn tvístígandi og
óvíst, hvoru megin hryggjar þeir
lentu, þegar á hólminn kæmi. Hefi
ég þar sérstaklega einn fulltrúann i
huga.
Á fundi bæjarstjórnar 21. júli um
sumarið (1952) flutti meiri hluti
þessa tillögu: „Bæjarstjórn Vest-
mannaeyja samþykkir að taka lán
hjá Útvegsbanka íslands h/f að
upphæð allt að kr 2.000.000,oo —
tvær milljónir króna — til 10 ára til
þess að endurlána Bæjarútgerð
Vestmannaeyja til greiðslu á lausa-
skuldum og til þess að tryggja
áframhaldandi rekstur skipanna.
Jafnfram gefur bæjarstjórn bæjar-
stjóra umboð til þess að veðsetja
togarana Elliðaey og Bjarnarey til
tryggingar láninu og svo til að
undirrita önnur lánsskjöl og veita
láninu móttöku.“ Aðeins við
bæjarfulltrúar meiri hlutans,
samþykktum þessa sjálfsögðu til-
lögu. Þá undraðist ég gjörðir minni
hlutans, því að þá virtist ekkert
annað framundan en málsóknir á
útgerðina og bæjarsjóð til
innheimtu á skuldunum, ef ekki
hefðu fengizt þessi lán til þess að
aftra aðsteðjandi og yfirvofandi
hættu, sem skollið hefði hastarlega
á öllum skattgreiðendum í bænum.
Ég óttaðist, að það ylli flótta fólks
úr honum. En það voru víst aðeins
mínar hugmyndir.
Undirbúningur lántökunnar
hafði staðið vikum saman með við-
ræðum við bankastjóra í Reykja-
vík. Fleiri valdamenn komu þar til.
Lánið var tekið og lausaskuldirn-
ar greiddar, en aðeins lausaskuld-
irnar.
Síðan héldu bæjartogararnir
áfram veiðum og skuldirnar héldu
áfram að hrúgast upp. Ég impraði á
því iðulega á fundum fulltrúa meiri-
hlutans, hvort þeir gætu ekki á það
fallizt að losa bæjarsjóð við togara-
útgerðina og selja þá togarana burt
úr bænum, ef þeir fengjust ekki
seldir innan bæjar. Við þessar
umræður þróaðist tvennt: Hrólfur
Ingólfsson, fulltrúi Alþýðuflokks-
ins, sem síðar var rekinn úr honum
fyrir afstöðu sína í togaramálinu, að
ég bezt veit, tók afdráttarlausa
afstöðu með sölu togaranna, en
fjandskapur óx í minn garð með
þrem fulltrúum meirihlutans, sem
ekki vildu samþykkja söluna, hvað
sem tautaði og hvernig, sem útgerð-
in léki fjárhag bæjarins.
Og enn þrengdi að um fjárhag-
inn. Togararnir lágu nú orðið dög-
um saman við bryggju eftir hverja
veiðiferð sökum skorts á fé til að
kosta næstu veiðiför. Vissir menn
sáu sér hag í töf þessari, þvi að tog-
arakarlarnir verzluðu mikið á
vissum stöðum, meðan beðið var
eftir því, að leyst yrði frá bryggju
næst. Margir togarakarlanna voru
aðkomumenn og drykkfelldir. Á
ýmsa aðra lund voru þeir eyðslu-
samir, svo sem gagnvart öldrykkju
og tóbaksnautn. Það gat því verið
gróðavegur sumum að selja þeim
allan þennan varnig og munaði vel
um hagnaðinn af þeim viðskiptum.
150
BLIK