Blik - 01.06.1980, Qupperneq 137
mínum fyrir umræddri áfengissölu
og drykkjuböli af hennar völdum.
Á sáttafundinum, er sáttamenn
héldu með okkur stefnanda 1. þ.m.
óskaði ég að sættast við hann og
lagði fram sáttagrundvöll í því
skyni. Hann var þess efnis, að ég
hét að greiða stefnanda fúlgu fjár
úr eigin vasa á nokkrum árum, ef
hann gæti fallizt á að selja ekki
brennsluspritt eða aðra áfenga
vökva í lyfjabúð sinni nema gegn
lyfseðli eða á annan þann hátt, að
viturra og lærðra manna yfirsýn, að
ekki stafaði teljandi neyzla af eða
ölvun.
Ekki hafði sáttanefndarmaður-
inn Bjarni Bjarnason fyrr lokið við
að lesa þennan sáttagrundvöll minn
í heyrenda hljóði, en að hann
sjálfur mótmælti honum og taldi
hann brot á landslögum. Hinn
sáttanefndarmaðurinn, St. B.,
lagði með þögninni blessun sína yfir
þessa sáttatilburði embættisbróður
síns í þessu eiðsvarna trúnaðar-
starfi. Þannig voru allar sættir
fyrirmunaðar á sáttafundinum.
Málsókn þessi hefst þannig á
lægsta dómsstigi með því, að brotin
eru á mér ákvæði 3. greinar laga nr.
85 frá 1936 um meðferð einkamála í
héraði og önnur þau ákvæði í
lögum, er fjalla um óhlutdrægni og
samvizkusemi trúnaðarmanna í
mikilvægu trúnaðarstarfi.
Af ofanskráðri staðreynd krefst
ég þess, að högg þetta á framrétta
hönd til sáttar, verði metið mikil-
vægt atriði vörn minni og málstað
öllum til framdráttar og bóta í máli
þessu.
Ég mótmæli því eindregið, að
umrædd blaðagrein í Framsóknar-
blaðinu, skerði í einu eða neinu
hagsmuni lyfjabúðarinnar hér eða
verzlunarrekstur stefnanda, nema
ef vera kynni að því er varðar sölu á
áfengum vökvum til neyzlu, en slík
sala er brot á 11. grein áfengislaga
frá 24. apríl 1954, og brot á 1. grein
og 6. grein reglugerðar um sölu
áfengis til lækninga frá 13. maí
1952. Rök mín fyrir þeim mótmæl-
um eru þau m.a., að lyfjavörurnar
brennsluspritt og mentholspritt, er
hún selur í lyfjabúðinni, verða
neyzludrykkur, — er selt til neyzlu.
Þannig er það augljóst mál, að þessi
áfengissala lyfjabúðarinnar hér er
brot á 11. gr. áfengislaga frá 1954,
eins og áður er tekið fram, og
annarra samskonar ákvæða, er
áður giltu í eldri áfengislögum, svo
og brot á reglugerð um sölu áfengis
til lækninga.
Til starfs míns og frá starfi mínu í
Sparisjóði Vestmannaeyja hefi ég
næstum hvern einasta virkan dag
s.l. 11 ár lagt leið mína fram hjá
dyrum lyfjabúðarinnar hér. Mjög
oft hefi ég þá séð kunnustu og
mestu drykkjumenn bæjarins vera
að ganga inn í búðina til kaupa,
sitja þar eða standa, koma út úr
lyfjabúðinni með glas eða glös í
höndum, oft mikið ölvaðir.
Á umliðnu sumri varð ég tvívegis
þess ásjáandi, að tveir af kunnustu
og mestu drykkjumönnum bæjarins
BLIK
135