Blik - 01.06.1980, Qupperneq 23
sinnum bæði á vori og hausti. Skila-
réttir eru haldnar bæði á Heimaeyju
og í úteyjum, jafnaðarlega um
veturnætur, og skal hver fjáreig-
andi segja hreppstjórum til, hve
margt fé hann hefur í högum sínum
á Heimaeyju, því að hafi hann of
margt, skal því komið fyrir í högum
annarra, er ekki hafa fullt í högum.
Sömu reglu er og fylgt að því, er
snerta haga í úteyjum, því að eftir
beitartölu bænda hér á Eyju er hér
ofsett í haga, hvað fé er fleira en svo
sem 1400..........
Eigi eru hér færikvíar, enda er
það eigi tíðkað hér að hafa ær í
kvíum, heldur ganga þær með
lömbum þar til 17-18 vikur af
sumri, að frá þeim er fært og lömþ-
in sett af heimaeyjunni í úteyjar.
Kýr eru hafðar inni á sumrum, en
eigi eru hestar traðaðir (hafðir í
girðingu). Eigi eru höfð beitarhús
fyrir fé á vetrum. Borgir eru að vísu
byggðar á tveim stöðum fyrir fé á
vetrum til skjóls í hretviðrum, en
það heldur sig lítt að þeim og leitar
heldur skýlis í skútum og
fjárbólum, sem hér eru allvíða; að
öðru leyti eru ekki hér nein fjárhús,
sem teljandi sé. Sauðfénaður
gengur hér þannig að nokkru leyti
sjálfala sumar og vetur, nema þá er
hann er rekinn saman nokkrum
sinnum vor og haust. Af því leiðir
að fjöldi fjár að tiltölu tapast af
slysum, er það hrapar fyrir björg
eða flæðir, þar sem það gengur í
fjörunni.
Jarðrækt, að því er tún snertir, er
miður vel stunduð af almenningi.
Þó hafa stöku búendur á síðari
árum sýnt töluverða framtakssemi í
túngirðingum og túnasléttun. Að
öðru leyti eru öll tún hér girt. Það er
helzt stendur góðri túnrækt í vegi er
áburðarskortur, þó að flest sé til
tínt, svo sem aska bæja, fjósaforir
og þari, þar sem venjulega ekki er
því til fyrirstöðu að flytja hann; svo
og fiskslor. En kúamykju neyðast
menn sökum eldiviðarskorts að
þurrka til eldsneytis.
Kálgarðarækt hefur stórum farið
í vöxt á síðari árum, bæði að því er
snertir kál, rófur og kartöflur og
orðið mörgum búanda að veruleg-
um búdrýgindum. Til eldsneytis
hafa menn hér almennt tað undan
kúnum, þeir, sem þær hafa, og að
öðru leyti kúa- hrossa- og sauðatað,
sem tínt er út um hagann......“
Það sem birt er hér af skriíum
séra Gissurar Péturssonar og séra
Brynjólfs Jónssonar, sóknarpresta í
Vestmannaeyjum, er skráð eftir af-
riti, sem séra Jes A. Gíslason, skrif-
stofustjóri og síðar barnakennari í
Eyjum, gjörði árið 1913 af sóknar-
lýsingum þessara presta.
Lífshætta í för...
Frásögn aldraðra Eyjamanna
Frá upphafi landbúnaðar í Vest-
mannaeyjum hafa bændur þar nýtt
slægur þær, sem áttu sér stað í
Heimakletti, Klifi og úteyjum. Svo
mun það hafa verið í stærri eða
blik
21