Blik - 01.06.1980, Side 129
komnir suður á móts við Klauf, sjá
þeir, að Sigríðarstaðamenn standa
úti, — utan við gildaskálann, þar
sem aðstaða var góð, — vígi gott til
átaka. Þar skipuðu þeir sér í fylk-
ingu og formaðurinn fremstur, eins
og lög gera ráð fyrir. Svo var þar
hver af öðrum eftir vaskleika og
hreysti.
Þegar Kjallaramenn létu bílinn
nema staðar, var örskammt til Sig-
ríðarstaðamanna. —
Formaður Kjallaramanna raðaði
köppum sínum í fylkingu. Sjálfur
var hann fremstur. Síðan sagði
hann nokkur hvatningarorð til
manna sinna og eggjaði þá til átaka.
Gengu þeir síðan fylktu liði til móts
við andstæðingana.
Þegar rúm seilingarlengd var á
milli formannanna, nam foringi
Kjallaraliðsins staðar og mælti:
„Ég skora á þig nú í heyranda
hljóði og á þessari stundu að takast
á við okkur, því að þér ber ekki
heiðursheitið aflakóngur á þessari
nýliðnu vertíð. Það skyldi sannast,
ef afli beggja bátanna væri veginn.
Þú komst að landi með blöndulóka,
þegar ég lagði á landi rígaþorsk.
Töluna er ekki að marka, þó að þú
ætlir þér að fljóta á henni.“
„Þú lýgur þessu,“ hrópaði for-
ingi Sigríðarstaðaliðsins. „Þú lýgur
þvi aftur,“ hrópaði hinn, og á því
augnabliki runnu fylkingarnar
saman.
Þarna stóðu átök æðistund. Þó
varð ekki af meiðingum, svo að orð
væri á gert. Hvorug fylkingin vann
á hinni, og einhvernveginn endaði
þessi kappaslagur með einskonar
bræðrabyltu. Átökin leiddu ekki til
neinna úrslita. Foringjarnir tóku
hvorn annan hryggspennutökum,
ultu síðan um koll og veltust svo
hvor yfir annan langt niður eftir
brekkunni. Stýrimenn beggja liða
sáu þá þann kost vænstan að stilla
til friðar, enda áttu þeir ekki von á
neinum heiðurstitli, hvernig sem allt
færi.
Slagurinn endaði þannig, að for-
ingjarnir linuðu tökin hvor á
öðrum, líklega þegar þeir sáu, að
skipshafnir þeirra voru hættar öll-
um átökum. Þegjandi stóðu þeir
upp hvor í sínu lagi. — Áður en þeir
gengu til manna sinna, sýndu þeir,
að þeir voru sannir heiðursmenn
með því að takast í hendur, en án
allra orða.
Þeir, sem sáu bardagann, báru
það, að þetta hefðu verið drengileg
átök.
Þannig lauk þessum eftirminni-
lega „kóngaslag“.
Það er mér í minni, að Kjallara-
formaðurinn var í nýjum, ljósgræn-
um sumarfötum, þegar hann fór til
þessa leiks. En heim kom hann með
jakkann rifinn neðan úr klauf og
upp í hálsmál. Hann hékk aðeins
saman á kraganum.
Buxur Sigríðarstaðaformannsins
voru rifnar úr vasa og langt niður á
skálm.
Önnur merki átakanna voru
nokkrir myndarlegir kíkar eða
baugar kringum augu og svo
BLIK
127