Blik - 01.06.1980, Síða 149
anna um bæjarstjórnarvaldið að
ganga lengra eða tala ljósar. Þetta
var verulega viðkvæmt vandamál.
Annars vegar auðsýnilegt fjárhags-
legt gjaldþrot bæjarfélagsins á
vissan hátt, hinsvegar „prinsipp-
mál“ vissra bæjarfulltrúa eða
flokksleiðtoga, og þó engin glóra í
„prinsippinu“.
Með gætilegri málaleitan og þeim
blæ á orðalagi, að verið væri að
leita ráða hjá sér vitrari bæjarfull-
trúum, þá tókst að þoka þessu hags-
munamáli bæjarfélagins fram á við.
Hinn 5. maí 1950 bar meiri hluti
bæjarstjórnar fram þessa tillögu á
bæjarstjórnarfundi: „Bæjarstjórn
felur útgerðarstjórn og fram-
kvæmdastjóra útgerðarinnar að
leita fyrir sér um sölumöguleika á
togurunum, öðrum eða báðum.
Lögð verði áherzla á sölu innanbæj-
ar. Niðurstöður útgerðarstjórnar
verði lagðar fyrir bæjarstjórn við
fyrsta tækifæri.“
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Öfl voru þarna andstæð hugsun-
inni, en létu ekki á sér kræla fyrst í
stað innan bæjarstjórnarinnar. Það
var þó bót í máli, að togararnir
voru ekki boðnir til kaups utan
bæjarfélagisns!
Eitthvað gerði útgerðarstjórn og
framkvæmdarstjóri að því að fá
kaupendur að togurunum innan
bæjar, en allt var þó án árangurs.
Útgerðin hélt áfram að tapa á
kostnað bæjarsjóðs og þá alls al-
mennings og milljónaskuldirnar
fóru vaxandi frá mánuði til mánað-
ar. Andstæðingar meiri hlutans í
bæjarstjórn héldu því fram, að illa
væri á spilunum haldið, miklu verr
en efni stæðu til. Þeir vildu breyta
til um menn í útgerðarstjórn. En
hver vill láta ýta sér til hliðar frá
vasi í fjármálum eða meðferð og
stjórn fjárhagsmála, enda þótt
hann beri ekki meir skyn á þau en
kötturinn á gang himintunglanna?
Hver trúði því, að fjármálaskyn
væri sérgáfa? Ekki a.m.k. stjórnar-
menn bæjarútgerðar Vestmanna-
kaupstaðar. Það er víst og satt. í þá
stjórn voru menn kosnir eftir allt
öðrum sólarmerkjum en sannan-
legri reynslu og drýgðum dáðum á
sviði fjármála. Ef til vill hið gagn-
stæða.
Haustið 1950 (20. okt.) fluttu
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
bæjarsjórn Vestmannaeyjakaup-
staðar svolátandi tillögu á bæjar-
stjórnarfundi: „Með því að bæjar-
stjórnin getur ekki fallizt á breyt-
ingu á Útgerðarstjórninni, en hins
vegar verður að teljast vonlaust, að
hún verði þess megnug að ráða
fram úr fjárhagsörðugleikum út-
gerðarinnar, leggjum við til að und-
inn verði að því bráður bugur með
skírskotun til fyrri samþykktar
bæjarstjórnarinnar að selja annan
togarann innan bæjar eða utan til
þess að koma í veg fyrir, að bærinn
missi eignarréttinn á skipunum, sem
af hlyti að leiða stórfellt eignatjón
fyrir allan almenning.“
Um þessa tillögu urðu nokkrar
umræður og heitar á köflum. Lín-
BLIK
147