Blik - 01.06.1980, Síða 28
Þá var Þorsteini Jónssyni héraðs-
lækni í Landlyst í Eyjum orðinn
þessi mikli mjólkurskortur í
byggðarlaginu verulegt áhyggju-
efni, enda skildi enginn þar betur
afleiðingar hans. — Honum var
það allra manna ljósast, hvert
stefndi um heilsufar fólksins, ef
landbúnaði Eyjamanna héldi
þannig áfram að hraka. Á þvi sviði
sem öllum öðrum urðu þeir að vera
sjálfum sér nógir í hinni miklu
einangrun.
Framfarafélag Vestmannaeyja
1893-1914
Þessi ískyggilegi mjólkurskortur í
Eyjabyggð leiddi til þess, að fram-
farasinnaðir atorkumenn í byggðar-
laginu tóku að hugleiða búnaðar-
mál Eyjabænda og Eyjafólks i
heild. Þar voru fremstir í flokki Sig-
urður Sigurfinnsson, bóndi og skip-
stjóri, sem nytjaði eina Vilborgar-
staðajörðina. Honum við hlið í þessu
framfaramáli stóðu Gísli kaup-
maður Stefánsson í Hlíðarhúsi og
bændurnir Jón Jónsson í Dölum og
Guðmundur Þórarinsson á Vestur-
húsum. Þessir merku Eyjamenn
hlustuðu allir á héraðslækninn,
mátu hvatningarorð hans til auk-
innar ræktunar og mjólkurfram-
leiðslu í héraðinu, og þeir tóku til
hendinni. Samráð þeirra leiddu til
þess, að stofnað var búnaðarfélag í
Eyjabyggð, Framfarafélag Vest-
mannaeyja. Það gerðist árið 1893,
eins og áður er sagt.
Hinn 28. maí 1893 komu nokkrir
Vestmannaeyingar saman á fund í
þinghúsi kauptúnsins, gamla þing-
húsinu við Heimagötu. Þar skyldi
ræða stofnun búnaðarfélags í
Eyjum. Hvatningamaður að fundi
þessum og stofnun félagsins var Jón
Magnússon, þáverandi sýslumaður
í Eyjum. Eftir nokkrar umræður
komust fundarmenn að þeirri
niðurstöðu, að stofnun og starf-
ræksla búnaðarfélags í byggðinni
mundi geta „borið sýnilegan ávöxt“
í framfaramálum Eyjafólks, eins og
þau höfðu þá gert annars staðar í
landinu. — Þá höfðu verið stofnuð
milli 70 og 80 búnaðarfélög víðsveg-
ar í byggðum landsins.
Afráðið var á fundi þessum að
kjósa þriggja manna nefnd til þess
að semja uppkast að lögum fyrir
félagið. í hana völdust þessir menn:
Sigurður Sigurfinnsson, bóndi og
skipstjóri (síðar hreppstjóri), Jón
bóndi og hreppstjóri Jónsson í
Dölum, og Gísli Stefánsson kaup-
maður í Hlíðarhúsi. Nefnd þessi
skyldi leggja fram uppkast að
félagslögum á öðrum stofnfundi,
sem haldinn skyldi bráðlega eða
„við fyrstu hentugleika“.
Hinn 13. ágúst um sumarið var
svo annar stofnfundur haldinn í
þinghúsinu, og „tekið til umræðu
og atkvæðagreiðslu frumvarp til
laga fyrir Framfarafélag Vest-
mannaeyja“, eins og það er orðað í
fundarályktun dags. 28 maí þ.á. og
fært í fundargjörð. — í þrem
hreppum öðrum á landinu voru
búnaðarfélögin nefnd framfara-
26
BLIK