Blik - 01.06.1980, Side 108
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON.
Danskir brautryðjendur í
Vestmannaeyj um.
Á öðrum stað hér í ritinu birti ég
ágrip af sögu ræktunar og landbún-
aðar í Vestmannaeyjum. Ekki get
ég með góðri samvizku birt þá grein
án þess að minnast merks og mikil-
vægs brautryðjendastarfs, sem mæt
dönsk hjón inntu af höndum í
kauptúninu á Heimaey á þriðja
fjórðungi s.l. aldar. Þáttur þeirra í
ræktunarmálum Eyjafólks má ekki
gleymast.
Sumarið 1837 kom til Vest-
mannaeyja dönsk skúta af minni
stærðinni. Hún kom hlaðin vörum
til Godthaabsverzlunarinnar, sem
þá hafði verið starfrækt þar í kaup-
túninu 5-6 s.l. ár.
Skipstjórinn á dönsku skútunni
og eigandi hennar hét Morten Eric-
sen, 27 ára að aldri, harðsækinn
dugnaðarmaður. Eiginkona hans
kom einnig á skútunni með honum.
Hún var þrem árum eldri. Þessi
dönsku hjón þekktu ættmenni P.C.
Knudtzons kaupmanns, sem átti
Godthaabsverzlun í Vestmannaeyj-
um að Va, og þannig varð það að
samningi, að þau sigldu skútu sinni
til Vestmannaeyja með vörufarm.
Síðan var það bundið fastmælum,
að Ericsen skipstjóri og þau hjón
settust að í Eyjum, og þar stundaði
hann hákarlaveiðar fyrir Godt-
haabsverzlunina. Hákarlalýsi var
þá mjög eftirsótt vara á erlendum
markaði. Godthaabsverzlunin í
Eyjum stóð höllum fæti um það að
afla þessarar framleiðslu til útflutn-
ings, þó að mikið veiddist þá af há-
karli á Eyjamiðum. Þorri heimilis-
feðra í byggðarlaginu skuldaði
Garðsverzluninni, Austurbúðinni, á
vörureikningum sínum og voru
skuldbundnir að selja henni afurðir
sínar af þeim sökum fyrir verð, sem
einokunarkaupmaðurinn sjálfur
afréð. Þetta gilti einnig um „land-
menn“, sjósóknara úr sveitum
sunnan lands, sem lágu við í Eyjum
á vertíðum.
Kona Morten Ericsen, skipstjóra
og skútueiganda, hét Ane Johanne
Ericsen.
Þegar til Eyja kom, settust þau
að í íbúðarhúsi Godthaabsverzl-
unarinnar. Brátt hóf svo „Skippar“
Ericsen hákarlaveiðarnar.
Um haustið eða veturinn afréðu
dönsku hjónin að byggja sér íbúð-
arhús í kauptúninu. Að þeirri bygg-
ingu var unnið næsta sumar, —
sumarið 1838. Hússtæðið höfðu
þau valið í miðju kauptúninu kipp-
korn sunnan við Hafnarvoginn.
Árið 1839 fluttu þau síðan í nýja
106
BLIK