Blik - 01.06.1980, Qupperneq 111
góðar veitingar, vinahót og
vímugjafa. Auðvitað varð nokkur
vínsala að vera þar með í leiknum.
Mad. Ericsen leitaði ráða hjá
tveim mektarmönnum í kauptúninu
um þessar hugleiðingar sínar og
bollaleggingar. Báðir voru þeir
samlandar hennar og alls ráðandi í
byggðarlaginu. Annar þeirra var
einokunarkaupmaðurinn á Korn-
hólsskansi, Niels N. Bryde, og hinn
var umboðsmaður hinnar konung-
legu stjórnar í Kaupmannahöfn,
Johan Nikolai Abel, sýslumaður.
Þessir valdsherrar hvöttu frúna ein-
dregið til að hefjast handa og stofna
til veitingahússreksturs. En ekki gat
frúin staðið ein og óstudd í þessuin
atvinnurekstri. Vandinn var sá að
fá hæfan mann við hlið sér í því
starfi.
Árið eftir að Ericsen „skipper“
fórst eða 1848, fékk Mad. Ericsen
veitingamann ráðinn frá Dan-
mörku. Það var Daninn Carl Wil-
helm Roed, ,,Höndlunarþjónn“,
eins og sóknarprestinum þóknaðist
að titla hann í kirkjubókinni. Hann
reyndist myndarmaður í störfum
sínum, glaðvær og heiðarlegur.
Hann var laginn veitingaþjónn og
afkastamikill beykir, þegar því var
að skipta. Þess vegna gat hann
fengið að grípa í beykisstörf hjá
dönsku verzlununum í kauptúninu,
þegar hann brast verkefni við veit-
ingarnar hjá frúnni í Frydendal.
Svo leið tíminn í „fagnaðardaln-
um“ Frydendal. — Ekki verður þvi
neitað, að hlýjar kenndir tóku fyrr
en varði að láta á sér kræla milli
frúarinnar og veitingaþjónsins.
Svo bar að einum og sama brunn-
inum. — Frúin gekk með barni.
Það hafði hún aðeins gengið með í
mánuð, þegar hin sára sorg dundi
yfir.
Hinn 22. nóvember 1850 lézt
sonur hennar, Morten Frederik
Ericsen á 13. aldursári úr óþekktum
sjúkdómi. Þetta varð frú Ane
Johanne í Frydendal næstum
óbærileg sorg, því að Morten litli
var efnisdrengur hinn mesti og
móður sinni mikilvægt lífsyndi.
Hinn 26. júlí 1851 fæddi frúin í
Frydendal einkarefnilegt meybarn,
sem hún kenndi „Höndlunarþjón-
inum“ sínum, honum Carli Wil-
helm Roed. Séra Jón Jónsson Aust-
mann, sóknarprestur, skírði litlu
stúlkuna. Hún var látin heita Marie
Frederike, og hlaut þannig að hálfu
leyti nafn bróður síns, sem lézt
haustið áður.
„Höndlunarþjónninn" var eink-
ar hreykinn af litlu dóttur sinni, er
hann viðurkenndi faðernið fyrir
sóknarprestinum. „Fyrsta lausa-
leiksbrot" skráði prestur í Kirkju-
bókina. Svo átti það að vera og
varð að vera.
Á uppvaxtarárum sínum í Dan-
mörku hafði Mad. Ericsen kynnzt
og vanizt kartöflurækt, sem þekkt-
ist ekki í Vestmannaeyjum á þessum
árum. Hún undi því illa að geta ekki
stundað þessa ræktun og notið af
henni hagsmuna í heimilishaldi
sínu.
BLIK
109