Blik - 01.06.1980, Qupperneq 187
vék honum þegar Ur starfi og pant-
aði endurskoðanda frá S.Í.S. til
þess að rannsaka fjárhag Kaup-
félagsins og rekstur þess. Þá kom í
ljós, að ekki minna en kr.
112.000,oo vantaði í sjóð þess.
Engin vissa var fyrir því, að kaup-
félagsstjórinn væri að öllu leyti
valdur að þessari sjóðþurrð. Þar að
auki lá grunur á um útteknar vörur
úr búðum félagsins, sem hvergi
voru skráðar og enginn stafur var
fyrir. (Sjá fundargjörðarbækur
stjórnarinnar).
Þessi kaupfélagsstjóri hafði með
bréfi sótt það fast að fá veruleg lán
hjá Sparisjóði Vestmannaeyja til
aukins reksturs Kaupfélaginu, til
vaxtar þess og viðgangs. Ýmsir
stjórnarmenn Sparisjóðsins, sem
nálægir stóðu þessum nýja kaup-
félagsstjóra í vissum skilningi og
unnið höfðu að því, að hann hlyti
kaupfélagsstjórastöðuna, höfðu
talið þessa fyrirgreiðslu Sparisjóðs-
ins alveg vísa og sjálfsagða af gild-
um ástæðum. En samt lá fé Spari-
sjóðsins ekki þar á lausu. Einhverj-
um bauð í grun. Ekki voru þar allir
vissir um andlega heilbrigði og
traustan heiðarleik manns þessa.
Þegar hér var komið kaupfélags-
rekstrinum, sendi S.Í.S. til Eyja
trúnaðarmann sinn til þess að reka
kaupfélagið meðan öll þessi ósköp
voru til lykta leidd.
Við vörutalningu og birgðarann-
sókn kom í ljós, að vörurýrnun í
búðum Kaupfélagsins nam samtals
kr. 837.794,41 árið 1959. — Þá
mun hafa komið til tals hjá stjórn
Sambandsins að gera Kaupfélagið
upp. En hitt varð þó uppi á teningn-
um: Lofa því að tóra enn um stund.
Halli á rekstri Kaupfélagsins árið
1959 nam kr. 1.291.246,73. Fréttin
barst um bæinn og vissir menn
glöddust: „Sambandið borgar.
Sambandið borgar“.
Við samvinnumenn glöddumst
vissulega ekki, þó að við gætum
þarna engu ráðið. Frá upphafi
hafði forstjórinn þannig á málun-
um haldið, að áhrifa okkar sam-
vinnumanna gætti ekki í stjórn
Kaupfélagsins og hafði ekki gætt
árum saman. Þarna höfðu öll völd í
hendi sér gamlir andstæðingar Sam-
bandsins. Var hægt að ætlast til
þess, að þeir legðu sig fram um það,
að félaginu yrði ráðið gott starfs-
fólk, þar sem pólitík eða persónu-
legur kunningsskapur væri ekki lát-
inn ráða gjörðum, heldur einvörð-
ungu starfshæfni?
Vissulega fékk Sambandið að
blæða fyrir mistökin. Það greiddi
skuldirnar, en svo eignaðist það
auðvitað um leið allar eignir Kaup-
félgsins, fastar og lausar. Við, sem
unnum samvinnusamtökunum,
vorum felmtri slegnir. Enn sátu
sömu menn við stjórnartaumana,
með því að félagsmenn virtust orðið
kæra sig kollótta um það, hvernig
þetta veltist allt saman, ef þeir
aðeins mættu njóta þess, að Kaup-
félagið héldi niðri vöruverði í kaup-
staðnum, meðan það væri til. Til
dæmis um áhugaleysi kaupfélags-
BLIK
185