Blik - 01.06.1980, Síða 17
bátnum, þó takmarkaðan tíma, og
ekki lengur en eitt ár. Ég keypti þá
bátinn og greiddi fyrir hann kr.
1200,oo. Síðan var smíðaður kassi
úr tré utan um bátinn og honum
komið fyrir á þaki stýrishússins á
vélbáti mínum Veigu V.E. 291 í ver-
tíðarbyrjun 1951.
Áður en gengið var þannig frá
bátnum, var haldin æfing með
áhöfn og skipstjóra, Sigurbirni
Sigurfinnssyni, en hann ásamt
Sighvati Bjarnasyni, skipstjóra,
núverandi forstjóra Vinnslustöðvar
Vestmannaeyja, voru fyrstu for-
menn með slík björgunartæki um
borð í íslenzkum mótorbát.
Vertíðin 1951 gekk að óskum og
engin þau óhöpp áttu sér stað, er
gerðu gúmmíbátinn nauðsynlegan.
Og líður tíminn að vertíðarlokum
1952.
Þá gerðist það laugardaginn fyrir
páska, 12. apríl, er allir Eyjabátar
voru á sjó. Er leið á daginn, gerði
suðvestan rok og stjórsjó. — Þá var
v/b Veiga, 24 lestir, á sjó með net
suðvestur af Einidrang. Skipverjar
voru hættir að draga netin og undir-
bjuggu ferðina heim í höfn. Þó
ætluðu þeir að leggja eina neta-
trossu, sem var aftur á dekkinu,
áður en lagt yrði af stað heim. — Þá
fékk báturinn á sig brot, sem braut
borðstokkinn á löngum kafla, fyllti
stýrishúsið og setti sjó í lest. Tók þá
út netatrossuna, sem var aftur á, og
einn háseta, sem hvarf í djúpið og
drukknaði. Skipstjórinn, sem þá
var Elías Gunnlaugsson frá Gjá-
blik
bakka, gat komizt fram í lúkar og
sent út neyðarkall. Þegar svo var
komið, var gripið til gúmmíbjörg-
unarbátsins. Skyldi hann nú blásinn
upp með kolsýrunni, flöskunni. En
það mistókst fyrst í stað, af því að
ventill, sem var til þess gerður að
hleypa lofti úr gúmmíbátnum,
tæmdi hann jafnharðan. Var þá
ventlinum lokað og báturinn
dældur upp með handdælunni. Það
verk tók 15-20 mínútur. Þegar því
var lokið, var Veiga komin að því
að sökkva. Þá var gúmmíbátnum
hent fyrir borð í skyndi. Allir
komust í bátinn nema vélstjórinn,
sem var fram á og sennilega að huga
að því, hvort hann heyrði eða sæi til
bátsferða. Rétt í sömu andrá reið
ólag yfir bátinn og kippti vélstjór-
anum útbyrðis, svo að hann hvarf í
hafið.
Nærstaddir bátar, sem heyrt
höfðu neyðarkallið, hröðuðu sér
eins og þeir gátu til hjálpar. Fyrst
bar að vélbátinn Frigg VE, sein
bjargaði áhöfn Veigu úr gúmmí-
bátnum, en þá höfðu skipverjarnir
6 verið í honum um það bil 40
mínútur.
Skömmu síðar kom varðskipið
Ægir á slysstaðinn. Hann fann
björgunarbátinn og tók hann um
borð. Ægismenn skiluðu bátnum til
Eyja, svo að hann fékk ég aftur
enda var hann ótryggður og þess
vegna mín eign.
Þegar bátnum var bjargað um
borð í Ægi, hafði komið á hann gat
undan haka.“
15