Blik - 01.06.1980, Side 42
gang, — og allra sízt geta menn
komið honum þangað, sem þrifn-
aður yrði af honum, þ.e.a.s. til
áburðar, nema að litlu leyti. — Það
er ekki nóg, að götunar niðri við
höfnina eru í hverri gæftarhrotu
einn syndandi viðbjóður og hrúgur í
hverju skoti, heldur berast sletturn-
ar úr slorvögnunum út um allt
þorpið, og síðan bera menn þetta á
fötum sér inn í húsin. — Ástand
þetta er ekki siðuðum mönnum
samboðið. Það er vitanlega vaninn
einn sem smátt og smátt hefur
sljóvgað tilfinningu manna, svo að
sama versnandi ástand er látið
drasla svona ár frá ári..
Það væri mikils virði að geta hag-
nýtt sér slorið..Öll þau ógrynni,
sem einstakir menn hafa afgangs
þörfum sínum og kosta nú ærnu fé
til að flytja eitthvað frá sér og þá
stundum einhverjum til ógagns.
Frekari jarðrækt... er nú ekki
framkvæmanleg, að minnsta kosti
ekki svo að nokkru nemi...allt
vegna fjarlægðar, flutningatækja
og veganna... Hér mun síðar verða
reynt að gera grein fyrir, með
hverjum hætti hugsanlegt væri að
útrýma gegndarlausum óþrifnaði úr
þorpinu og breyta honum í barna-
mjólk, einmitt það sem bæinn
skortir einna tilfinnanlegast...
...Eyjaskeggjar hafa, að því er
snertir mjólkurþörf og mjólkur-
framleiðslu, sérstöðu í þjóð-
félaginu, mannmargt þorp á litlum
hólma, sem verður að sjá sjálfu sér
farborða um mjólk, og hefur ekki í
annað hús að venda enn sem komið
er....“
Þá segist greinarhöfundur hafa
gert fyrirspurn til landlæknis, Guð-
mundar Björnssonar, sem kynnt
hafði sér og rannsakað mjólkurmál
Reykjavíkur að undanförnu, hversu
margar kýr Vestmannaeyingar
þyrftú að hafa til þess að
mjólkurþörf Eyjamanna væri
sómasamlega fullnægt. Landlæknir
hafði svarað lyfsalanum því til, að
þær mætti helzt ekki vera færri en
360 (360 kúa nyt), ef vel ætti að
vera, þar sem börn Eyjamanna
væru á sjöunda hundrað og fjöldi
aðkomumanna starfandi á vertíð
hverri í þorpinu. „En hér eru um
110 kýr og sumar af þeim verða
kálflausar og geldar næsta vetur,“
segir lyfsalinn. — Og enn segir
hann:
„Þá er ennfremur þess að gæta,
að meðfram fyrir mjólkurskortinn
er mjólkurverðið orðið svo hátt, að
margir efnaminni menn kaupa litla
eða enga mjólk, en eiga þó fleiri
börn en þeir efnaðri. — Hér þarf
engu við að bæta til þess að færa
mönnum heim sanninn um það, að
hér er alvara á ferðum, og hér er
einhverju verulegu kostandi til að
bæta úr þessum vandræðum. Um
þetta mál tjóar ekki að láta ein-
hverja 5 aura menn fjalla. Það eiga
þeir að gera, sem skilja kjarna máls-
ins: Heilsufar komandi kynslóðar.
— Þessi tvö málefni: Þrifnaður og
mjólkurauki þorpsins eiga svo
algjöra samleið, að sama fyrirtækið
40
BLIK