Blik - 01.06.1980, Qupperneq 52
með samblandi fæðuefna úr jurta-
og dýraríkinu. — í Vestmannaeyj-
um er gott til fiskifanga. Kjötskort-
ur er þar eigi tilfinnanlegur. Tölu-
vert er framleitt af kjöti. Fugla-
tekjan bætir í búið, og af landi er
hægt að kaupa kjöt eftir þörfum.
Það, sem aðallega skortir, er mjólk
og garðávextir.
Allt ber að sama brunni. Það er
knýjandi þörf á því, að túnin í Vest-
mannaeyjum séu stækkuð og
garðarnir auknir. Með öðrum
orðum, að Eyjarnar séu ræktaðar
sem bezt, og skal það nú nánar
athugað...“
Síðan ræðir búnaðarmálstjóri um
ræktunarmöguleikana á Heimaey.
Og hann spyr: „Er ráðlegt að rækta
alla Heimaey?“ Og hann svarar:
„Já, það hyggjum vér að undan-
teknum fjöllunum og hrauninu, þar
sem það er hrjóstugast. En til þess
að þetta sé framkvæmanlegt, þarf
að leggja veg um Eyna..
Þess er áður getið, að mest af
hinu ræktanlega landi er auðunnið.
Það sem mestu máli skiptir er að
hafa nægan áburð. Hvergi á land-
inu er aðstaðan betri í þessu efni en
í Vestmannaeyjum. Þar tilfellst
afarmikið af fiskúrgangi, sem er
ágætis áburður. Mikið af þessu
hefur verið notað til áburðar og
gefizt vel.
Þá er það salernisáburðurinn.
Ef þessi áburður væri vel hirtur,
ætti hann einn að nægja til áburðar
á 75 ha. af nýyrktu landi árlega, svo
að það gæti komizt í góða rækt. Af
þessu er augljóst, að næg áburðar-
efni eru fyrir hendi, aðeins að þau
séu hirt og hagnýtt... Þeir, sem
unnið hafa að ræktun í Eyjum á
undanförnum árum, eru annað
tveggja bændurnir eða kaupstaðar-
búar.... Hverri jörð fylgja viss
hlunnindi, fugla — og eggjatekja,
reki og hagbeit. í heimalandi skal
hver bóndi hafa beit fyrir einn hest,
eina kú og 12 kindur. Auk þess hag-
beit í úteyjum..En er fólki fer að
fjölga í Eyjunum, þá fara þurra-
búðarmenn að rækta, venjulega í
skjóli einhvers leiguliða. Að síðustu
er farið að taka land til ræktunar án
þess að leiguliðar séu spurðir, og
búpeningur þessara manna gengur
að ósekju í högum almennings.
Þetta hefur verið liðið átölulaust til
þessa.
Nú vaknar sú spurning, hverjir
hafi rétt til hins ræktanlega lands í
Eyjunum? Eru það bændurnir
einir, eða eru það einnig þurra-
búðarmenn, sem hafa löngun, vilja
og kraft til þess? — Vér látum þessu
ósvarað. Þeir, sem hafa haft um-
sjón með Eyjunum, vita það að
sjálfsögðu og úrskurða það.
Sem sakir standa nú í Vest-
mannaeyjum er umráðaréttur yfir
hinu óræktaða landi næsta óviss.
Bændurnir telja sig eiga hann sam-
kvæmt byggingarbréfum þeirra, en
hvar og hve mikið land hver og einn
má taka til ræktunar, er í óvissu.
Aðalatriðið í þesu máli er, að um-
50
BLIK