Blik - 01.06.1980, Side 30
þessum fjármunum félagsins skyldi
varið. Sumir vildu kaupa hand-
vagn, sem var þá nýtt fyrirbrigði í
byggðarlaginu. Slíkt flutningatæki
hafði aldrei sézt þar. Aðrir vildu
festa kaup á jarðyrkjuverkfærum.
í desember 1893, á stofnári fél-
agsins, vakti Sigfús Árnason, for-
maður á Áróru, póstafgreiðslumað-
ur og organisti Landakirkju, máls á
því, að félagsmenn stæðu vel saman
í jarðyrkjustörfum sínum, hjálpuðu
hver öðrum með því að vinna hver
hjá öðrum án endurgjalds og ykju
þannig afköst sín við jarðyrkjuna
og önnur nytjastörf til eflingar
landbúnaði Eyjamanna. Þessari til-
lögu var vel tekið. Og má ætla, að
henni hafi verið fram fylgt af kost-
gæfni, því að afköst félagsmanna
við garðyrkjuna og jarðyrkjuna
urðu býsna mikil á næstu árum með
tilliti til þess, hversu verkfærin voru
frumstæð og úrelt við jarðyrkju-
störfin.
Á þessum sama fundi vakti for-
maður Framfarafélgsins, Sigurður
Sigurfinnsson, máls á því, að félgið
stofnaði „ábyrgðarsjóð nautgripa".
Þessi tillaga hlaut samþykki fundar-
manna, og þeir kusu nefnd til þess
að semja reglur fyrir ábyrgðarfélag-
ið. Seinna í sama mánuði var boðað
til stofnfundar Nautgripa- og
ábyrgðarfélags Vestmannaeyja,sem
allir félagsmenn Framfarafélagsins
stóðu að einhuga.
Skaðabætur fyrir nautgripi
skyldu nema allt að lA af virðingar-
verði, ef lóga þyrfti gripnum vegna
veikinda eða annarra óhappa.
Allar kýr félagsmanna skyldu
vera tryggðar hjá félaginu frá 1.
jan. 1894.
Þetta ábyrgðarfélag nautgripa í
Eyjum starfræktu Eyjamenn síðan
fram yfir miðja þessa öld. Og þá
minnist ég með virðingu og aðdáun
Bjarna Jónssonar gjaldkera á Sval-
barða, sem vann að heill þessa
mikilvæga félagsskapar um árabil
af stakri trúmennsku.
Á fundi sínum í maí 1894 álykt-
uðu félagsmenn Framfarafélagsins
að leggja mest kapp á þúfnasléttun
það vor og sumar og hleðslu grjót-
garða á næsta hausti. Þá skyldi hver
og einn auka hjá sér áburðarefnin
svo sem frekast væri unnt.
Á 10. fundi Framfarafélagsins,
sem haldinn var 7. okt. 1894 var
félagsmönnum tilkynnt, að félgið
hefði hlotið kr. 67,10 úr landssjóði
út á jarðabætur félagsmanna. —
Samþykkt var á fundi þessum að
verja þessum peningum til að kaupa
handvagn til nota félagsmönnum.
Það var fyrsti handvagninn, sem til
Eyja kom. Hann kostaði þá kr.
40,00. Hvorki hestvagn né hand-
vagn höfðu sézt þar áður. Hestar
voru notaðir til burðar. Konur sem
karlar báru mikið á bakinu. Þá not-
aði fólkið svokallaðar burðar-
skrínur, sem voru með sérstöku lagi
eða af sérstakri gerð.
Handvagninn var síðan lánaður
félagsmönnum fyrir fjögurra aura
gjald á klukkustund. Sú leiga gilti
28
BLIK