Blik - 01.06.1980, Side 182
Við bæjarstjórnarkosningarnar í
jan. 1954 töpuðum við Framsókn-
armenn öðrum fulltrúanum úr
bæjarstjórninni sökum mikils
fylgistaps. Almenningur í bænum
virtist eiga erfitt með að draga
hreinar linur milli Framsóknar-
flokksins annars vegar og Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga
hins vegar, eins og ég hefi minnzt á
áður. Kjósendum okkar fannst það
í alla staði óeðlilegt, að gamlir
andstæðingar S.Í.S. skyldu nú eiga
að stjórna Kaupfélaginu að kröfu
forstjórans. Gremjan sauð og vall.
Þó var önnur ástæða enn ríkari
fyrir hinu mikla tapi Framsóknar-
flokksins við þessar bæjarstjórnar-
kosningar. Ég einn bar þar sök á.
Ég hafði beitt mér eindregið fyrir
því á kjörtímabilinu 1950-1954, að
bæjarsjóður seldi a.m.k. annan
bæjartogarann úr eigu sinni til þess
að rétta við fjárhag bæjarins, sem
nú hafði tapað mörgum milljónum
króna á togararekstri sínum á
undanförnum árum, svo að láns-
traust hans var með öllu þrotið.
Ekki var lengur staðið í skilum með
kaupgreiðslur til starfsfólks
bæjarins, hvað þá greiðslur á
skuldum til opinberra stofnana og
banka. Fjármál bæjarins voru öll í
kaldakoli sökum þessara milljóna-
tapa á togaraútgerðinni. Hinsvegar
hafði fulltrúaefnum Sósialista eða
Kommúnista í átökum bæjarstjórn-
arkosninganna tekizt að koma
verkalýðnum í bænum til að trúa
því, að ég hefði á hinu liðna kjör-
tímabili framið „glæp“ gagnvart
atvinnulífi bæjarins með því að
beita mér fyrir sölu bæjartogaranna.
Þessi skoðun fólksins og trú olli
öðrum þræði fylgistapinu mikla.
Um þessa atburði alla mun ég skrifa
á öðrum stað í riti þessu, því að þeir
eru sögulegir.
En hvers vegna svo að geta um
þessi fyrirbrigði, þetta fylgistap, hér
í sögu Kaupfélags Vestmannaeyja?
Af þeirri einföldu ástæðu, að
gremja Kommúnistanna í bæjar-
stjórninni sökum „glæpsins“ leiddi
til þess, að samstaða tókst með fyrr-
verandi stjórnarmönnum Neyt-
endafélagsins, Sjálfstæðismönnun-
um, og fulltrúa hinna grömu í stjóm
Kaupfélagsins um það, að sparka
mér út úr stjórninni þar, svo fljótt
sem því yrði við komið. Einnig
leiddi salan á togurunum úr eigu
bæjarins til þess, að samvinna tókst
við Sjálfstæðismenn um stjórn
bæjarfélagsins eftir kosningarnar í
jan. 1954. Það gramdist Kommún-
istum verulega, svo að fulltrúar
þeirra gerðu allt, sem þeir gátu, til
þess að loka leiðum okkar Fram-
sóknarmanna til áhrifa. Hins vegar
var okkur mörgum það ljóst frá
upphafi, að það var hugsjón hinna
fyrrverandi stjórnarmanna Neyt-
endafélagsins í kaupfélagsstjórninni
að ná þar yfirráðum og verða
þannig fulltrúar S.Í.S. um rekstur
félagsins, fyrst þeirra eigin félags-
skapur hafði farið í hundana.
Þetta sögðum við forstjóra S.Í.S.
í upphafi átakanna, en hann lagði
180
BLIK