Blik - 01.06.1980, Síða 39
Blaðaskrif um mjólkurskort og
samtakaleysi.
Ýmsir kunnir Eyjabúar höfðu
áhyggjur af hinum mikla mjólkur-
skorti í kauptúninu og afleiðingum
hans. Má þar nefna Sigurð lyfsala
Sigurðsson frá Arnarholti, Björn
H. Jónsson, skólastjóra barnaskól-
ans, sem bar sérstaklega garðrækt
Eyjamanna fyrir brjósti, og Pál
Bjarnason, ritstjóra Skeggja, blaðs
þess, sem Gísli J. Johnsen kaup-
maður og útgerðarmaður gaf út á
árunum 1917-1920. Með skrifum
sínum hvatti ritstjórinn til framtaks
og dáða í ræktunarmálum Eyja-
nianna. Hann fór um það mörgum
orðum, hversu Eyjafólki væri mikil
nauðsyn á samtökum um landbún-
að sinn, — hversu mikil nauðsyn
væri að stofna aftur búnaðarfélag í
byggðarlaginu til þess að létta og
bæta þessar lífsnauðsynlegu
framkvæmdir.
Hinn 17. nóvember 1917 birti rit-
stjórinn athyglisverða grein um
þessi mál í blaði sinu. Þar segir
hann: „Það var bent á það í síðasta
blaði, hvern usla kartöflusýkin
gerði hér s.l. sumar, og jafnframt,
hve nauðsynlegt væri að stemma
stigu við henni framvegis. Engar
öflugar ráðstafanir verða gerðar
nema með öflugum samtökum.........
Það þykir nauðsynlegt að hafa
búnaðarfélög eða jarðræktarfélög í
sem flestum sveitum landsins nema
ef vera skyldi hér á eyjunni......
Hvergi á landinu er landrýmið svo
takmarkað sem hér. Bendir það
þegar á þá stefnu, að sparlega skuli
með landið farið og leggja skuli
stund á að rækta það vel fremur en
að þenja sig yfir stór svæði.Hér
getur ekki verið nema um tvær
greinar jarðræktar að ræða, túna-
rækt og garðrækt. Hvorttveggja
getur eflaust borið svo góðan arð,
að talsvert væri fyrir hann
vinnandi. Nú eru margir að nema
lönd og fleiri munu á eftir fara, svo
að tíminn er hentugur til samtaka.
Ættu samtökin að verða til þess, að
menn hefðu meiri arð með minni
kostnaði, sem og það að koma
föstu skipulagi á jarðræktina. Það
þykir alls staðar nauðsynlegt, hvar
sem siðaðir menn búa.
Sérstök ástæða er til að koma á
föstu skipulagi, þar sem eigandi
landsins er aðeins einn og það sjálft
þjóðfélagið, eins og hér á sér stað.
Ekki þarf lengi að leita eftir verk-
efni handa búnaðarfélagi. Lítið
aðeins á ræktunaraðferðina. Menn
bauka hver í sínu horni, plóglausir
og fastir við gömlu þaksléttuaðferð-
ina, sem er hin langdýrasta aðferð
og gott ef ekki lakasta um leið...
Girðingar mætti spara stórlega með
góðum samtökum, og væri ekki
lítið í það varið, eins og girðingar-
efnið er dýrt....Félagsskapur sá,
sem hér er um nautgripi
(vátryggingin), sýnir vel, hverju góð
samtök geta komið til leiðar. Væri
nú ekki ráð að láta hann ná yfir
kynbætur líka?
blik
37