Blik - 01.06.1980, Side 184
20.000,oo að láni hjá Sparisjóðnum
til þess að geta fest kaup á húsgögn-
um, því að hann ætlaði sér að hefja
búskap í kaupstaðnum, þegar hann
hefði sótt konuefnið sitt, sem þá
dvaldist erlendis. — Og hver yrði
svo ábyrgðaraðili fyrir láni þessu?
Það yrði Kaupfélag Vestmanna-
eyja, sagði hann. — Nei, það fyrir-
tæki átti nóg með sig eða kom til að
eiga það á næstunni, þó að við í
stjórn Sparisjóðsins værum ekki að
auka því skuldbindingar og bæta
við þá erfiðleika. Þar með var það
útkljáð mál.
Nokkru síðar barst sú fregn um
bæinn, að nýi kaupfélagsstjórinn
hefði horfið úr bænum skyndilega
öllum að óvörum. Kaupfélags-
stjórnin frétti síðan af honum í
Færeyjum, þar sem hann lifði eld-
heitu ástarlifi með færeyska frúar-
efninu sínu. Og vikur liðu og ekki
lét nýi kaupfélgsstjórinn á sér
kræla. En sporlaust hafði hann ekki
horfið, þegar skyggnzt var í sjóð
Kaupfélagsins. Hann hafði tekið
með sér úr sjóðnum um 70 þúsund
króna svona í smávegis veganesti.
Seint og síðar mun hann hafa
endurgreitt þessa peninga. Framar
lét hann ekki sjá sig í kaupstaðnum.
Þetta ævintýri mun hafa gerzt sum-
arið 1958. Prókúru þessa ævintýra-
manns afturkallaði kaupfélags-
stjórnin 24. okt. um haustið.
Gamall og hamrammur andstæð-
ingur S.Í.S. kostaði nú kapps um að
koma syni sínum í kaupfélagsstjóra-
stöðuna. Nú átti að geta viðrað vel
til þess, þar sem tveir kunnir flokks-
menn höfðu þar völdin með
„Komma“, sem líka var kunnur
andstæðingur Sambandsins. Um
þetta urðu nokkur átök innan kaup-
félagsstjórnarinnar, að sagt var,
enda má lesa það á milli línanna í
fundargjörðarbók hennar. Vissu-
lega fannst sumum, að vel bera í
veiði með að koma þessari ráðningu
í framkvæmd. Til þess átti nú kaup-
félagsstjórnin að vera vel skipuð og
hagkvæmnislega, þegar „glæpa-
maðurinn“ var horfinn úr stjórn-
inni.
Á árinu 1958 getur þess í fundar-
gjörðarbók kaupfélagsstjórnar-
innar, að miklir fjárhagsörðugleik-
ar steðji að kaupfélaginu. Stjórnin
samþykkti þá að kalla til Eyja
fjárhagslegan ráðgjafa S.Í.S. til
skrafs og ráðagerða. En hvernig átti
hann að geta séð í einu vetfangi,
hvað að var? Gerðist þarna ekki
ýmislegt að tjaldabaki, sem hulið
var stjórninni? — Hvernig stóð á
vörurýrnuninni miklu árið 1957? Þá
nam hún um 350.000,oo króna,
eftir því sem fundargjörðarbók
stjórnarinnar greinir frá. Olli þess-
ari vörurrýrnun lausungin í kaup-
félagsstjórastarfinu? Ekki var nú
skemmdum vörum til að dreifa.
Þeim hafði verið fleygt fyrir löngu
og þær afskrifaðar. — Samhliða
vörurýrnuninni nam tap á rekstri
Kaupfélagsins kr. 350.000.oo þetta
sama ár.
Á aðalfundi Kaupfélagsins árið
1958 gaf fulltrúi Sósíalistaflokksins
182
BLIK