Blik - 01.06.1980, Qupperneq 71
Þorbjörn Guðjónsson, bóndi á
Kirkjubæ, gjaldkeri Búnaðarfélags-
ins 1924-1935; formaður Búnaðar-
félagsins 1935-1939.
Guðmundur Einarsson, útgerðar-
maður, Viðey (nr. 30) við Vest-
mannabraut, formaður Búnaðar-
félagsins 1939 til dánardægurs
1942.
Magnús Bergsson, bakarameist-
ari, Tungu (nr. 4) við Heimagötu, í
stjórn Búnaðarfélagsins frá
1939-1952, ýmist gjaldkeri, ritari
eða varaformaður. Hann mun hafa
gegnt formannsstarfi í félagsstjórn-
inni á árunum 1942-1944.
Helgi Benediktsson, kaupm. og
útgerðarm., formaður Búnaðar-
félagsins á árunum 1944-1948.
Jón Guðjónsson, bóndi í Þór-
laugargerði, formaður Búnaðar-
félagsins 1948-1950. Annars sat
hann í stjórn Búnaðarfélgsins frá
1947-1954.
Jón Magnússon, bóndi í Gerði,
var kosinn í stjórn Búnaðarfélags
Vestmannaeyja árið 1949. Árið eftir
var hann kosinn formaður Búnað-
arfélagsins. Þessi bóndi hélt síðan
Búnaðarfélaginu við lýði í 23 ár eða
til ársins 1973 að eldgosið dundi yfir
og lagði landbúnað Eyjamanna í
rúst. Jón bóndi Magnússon var því
síðasti formaður Búnaðarfélags
Vestmannaeyja. Síðustu árin fyrir
gos var Jón bóndi einnig gjaldkeri
Búnaðrfélagsins og verzlunarstjóri.
Guðjón Jónsson, bústjóri í
Dölum, var kosinn í stjórn
Búnaðarfélags Vestmannaeyja árið
1954 og tók þá við gjaldkera- og
verzlunarstjórastarfi félagsins af
Hannesi bónda Sigurðssyni, sem lét
af því starfi á áttræðisaldri. Þessu
trúnaðarstarfi gegndi bústjórinn
síðan, meðan hann var bústjóri í
Dölum eða til ársins 1963. Þá tók
formaður Búnaðarfélagsins einnig á
sínar herðar þessi trúnaðarstörf.
Trausti Indriðason, bóndi í
Brekkuhúsi var ritari Búnaðarfélags
Vestmannaeyja um nokkurt skeið,
áður en hann flutti burt úr Eyja-
byggð.
Páll Árnason, bóndi í Þórlaugar-
gerði tók við ritarastörfum af
Trausta Indriaðsyni og hafði það
starf á hendi í samstarfi við Jón
Magnússon, þar til yfir lauk.
Páll Bjarnason, skólastjóri, var
ritari Búnaðarfélagsins frá stofnun
þess til ársins 1935. Þá var hann
orðinn heilsutæpur maður og
treysti sér ekki til að taka endur-
kjöri í stjórnina. Hann var þá kjör-
inn heiðursfélagi Búnaðarfélags
Vestmannaeyja fyrir hin miklu störf
sín í þágu félagsins, sem einn af
aðalhvatamönnum að stofnun þess,
stjórnarmaður þess fyrstu 11 starfs-
árin og trúnaðarmaður þess gagn-
vart Búnaðarfélagi íslands og Bún-
aðarsambandi Suðurlands frá upp-
hafi samstarfsins.
Þegar Búnaðarfélag Vestmanna-
eyja hafði starfað í 10 ár, var starfs-
ins minnzt á sérstökum fundi innan
samtakanna. Þar flutti skólastjór-
inn, Páll Bjarnason, ræðu, sem
vakti nokkra athygli. Ein af full-
BLIK
69