Blik - 01.06.1980, Síða 115
maður og beykir, lézt, skrifaði Sig-
urður bóndi Sigurfinnsson, síðar
hreppsstjóri í Eyjum, fréttir frá
byggðarlagi sínu í blaðið Fjallkon-
una í Reykjavík. Þar segir hann um
C. W. Roed:
„Nú reikar Roed með sinn vonar-
völ hér daglega um göturnar sem
þurfamaður, öllum ástvinum horf-
inn, lotinn af elli og beygður af
margvíslegu andstreymi lífsins. En
það er þessi fallegi, síglaði, gamli
maður með úlfhvítt höfuð af hær-
um, sem Vestmannaeyingar eiga
mikið að þakka hvað garðræktina
snertir.
Meðan Roed var hér húsráðandi
með konu sinni, var hús þeirra
hjóna sannkölluð hjálparhella allra
sjóhraktra manna, er hingað komu
eða hjúkrunar þurftu með. Hjá
þeim var bæði hjúkrunar- og veit-
ingahús, en ekki eingöngu brenni-
vínskompa eða hælislaus bjórhöll.“
Og enn segir hann: „Þegar hinn
fyrsti kálgarður var yrktur hér (þ.e.
kartöflugarður) af C. W. Roed og
Ane Johanne konu hans, höfðu
samtíða framfaramenn ybbazt yfir
slíku jarðarraski og skemmd á
högum, en A. Kohl, sem hér var þá
sýslumaður, hvatti Roed-hjónin til
að halda áfram garðræktinni, hvað
sem náunginn maldaði. Sú varð
svo raunin, að þau hjónin sköruðu
langt fram úr samtíðarmönnum
sínum við kartöflurækt yfir höfuð.
Síðan hefur garðrækt aukizt þrátt
fyrir mótspyrnu og áreitingar frá
einstaka mönnum. Um það ber ljós-
ast vitni kálgarðatollurinn sæti. Þó
viðurkenna menn, að kálgarðurinn
hafi haldið lífi í Eyjabúum, síðan
fugl og afli brást árum saman. —
Girt eru óræktuð lönd til garð-
ræktar, — betri nýting slógs og alls
annars áburðar. Hér er sífellt
mjólkurleysi og feitarskortur.
Aðeins 26 mjólkandi kýr þetta ár,
en fólkið 550 manns.“
Sigurður Sigurfinnsson var fædd-
ur árið 1851 að Yztabæliskoti undir
Eyjafjöllum. Hann fluttist til Eyja
rúmlega tvítugur að aldri og átti þar
heima eftir það. Þegar til Eyja kom,
heyrði hann sérlegar sögur af braut-
ryðjendastarfi Mad. Ericsen í
Frydendal og „Höndlunarþjónin-
um“ hennar, þegar þau voru að
brjóta land til kartöfluræktunar,
rífa upp grjót og hlaða varnargarða
til skjóls gróðrinum í görðum
sínum. Þá dundu á þeim skammir-
nar, skútyrðin og hótanirnar, en
danski sýslumaðurinn hélt verndar-
hendi sinni fyrir framtakinu.
(Heimildir: Kirkjubækur Landa-
kirkju, Saga Vestmannaeyja e.
S.M.J., Blaðið Fjallkonan o.fl.)
BLIK 8
113