Blik - 01.06.1980, Blaðsíða 151
inframkvæmdum bæjarfélagsins
um ófyrirsjáanlegan tíma.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja lét
mæla og rannsaka sjávarbotninn
milli lands og Heimaeyjar sumarið
1950 til þess að undirbúa lögn á raf-
streng milli lands og Eyjar. Sú lögn
var kaupstaðnum mikil nauðsyn.
Hvernig átti hann að rísa undir
þeim kostnaði, ef hann tapaði mill-
jónum hvert ár á útgerð bæjartog-
aranna?
Hinn mikli og vaxandi bátafloti
Eyjamanna hlaut að gera kröfur um
miklar og kostnaðarsamar bryggjur
og önnur hafnarmannvirki. Hvern-
ig gat kaupstaðurinn risið undir
þeim risavaxna kostnaði, ef hann
sóaði milljónum króna árlega í
togaraútgerð, sem aðeins var til
ágóða nokkrum Eyjamönnum? Há-
setarnir voru aðkomumenn og afl-
inn ekki unnin í Eyjum nema að
takmörkuðu leyti af þeim einföldu
ástæðum, að fiskvinnslustöðvar
Eyjamanna komust ekki yfir að
vinna togaraaflann með öllum afla
vélbátaflotans, þegar mest barst á
land.
Aðkallandi nauðsyn Vestmanna-
eyinga hlaut að verða sú eftir fá ár
að hefja byggingu nýs sjúkrahúss í
bænum. Hið gamla var þá orðið 25
ára og þar skorti ýmislega aðstöðu
til góðrar heilsufræðilegrar þjón-
ustu. Hvernig gætu þær veigamiklu
framkvæmdir átt sér stað, ef bæjar-
félagið væri sokkið í skuldir, svo að
útsvörin hrykkju naumast til að
standa straum af þeim?
Malbikun helztu gatnanna í bæn-
um var að verða aðkallandi krafa
bæjarbúa.
Hvernig mætti það gerast, væri
bæjarsjóður kafinn skuldum?
Þegar hér var komið tíma og
tökum, var bókasafn kaupstaðarins
orðið 90 ára og hafði aldrei verið
starfrækt nema í lélegu leiguhús-
næði.
Bókhlaða og safnahús yfir sögu-
legar minjar bæjarbúa var orðin
aðkallandi nauðsyn, ættu Eyja-
menn ekki að teljast annars flokks
fólk á sviði menningar og mennta.
Hin mikla framleiðsla þeirra á
sjávarafurðum gat leitt að háleitu
marki, ef rétt var að staðið, og þó
því aðeins, að skuldir bæjarsjóðs
kaffærðu ekki allar athafnir í þá
átt.
Þessar hugsanir allar sóttu fast á
huga minn, er ég kynnti mér hin
gífurlegu töp á togaraútgerðinni.
Þá tók ég þá ákvörðun, að sam-
vizka mín skyldi hér eftir ráða
gjörðum mínum í togarasölumálun-
um og sannfæring mín og ekkert
annað. Ég var þá um leið viðþúinn
öllum rógi og mannskemmdum,
sem af ákvörðun minni hlaut að
leiða og svo fylgistapi og ef til vill
fleira.
Þegar fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins í bæjarstjórn vissu fyrir
víst þessa ákvörðun mína, tóku þeir
togarasölumálið á ný til yfirvegun-
ar, þar sem hinir ráðandi flokkar í
bæjarstjórninni voru klofnir í mál-
inu, enda þótt sumir fulltrúar meiri
BLIK
149