Blik - 01.06.1980, Síða 174
þar sem ég fékk því ekki framgengt
að 7 menn skipuðu stjórnina. Þá
hefðum við ekki þurft að sparka
okkar mönnum til þess að koma þar
að andstæðingum okkar, sem
fyllyrt höfðu í blaðagrein, að við
hefðum „blekkingar og pólitíska
valdagræðgi að hyrningarsteini“
fyrir samvinnustarfi okkar.
Aðeins 56 fyrrverandi félags-
menn Neytendafélagsins sálaða
æsktu þess a,ð gerast félagsmenn
Kaupfélags Vestmannaeyja, en þá
höfðum við fengið 250 manns áður
til þess að vera með í samtökunum.
Þannig urðum við að lúta því
sökum ofbeldis, að þessir 56 menn
réðu 2/5 af kaupfélagsstjórninni
gegn 250, sem réðu 3/5 hennar.
Þá var að hefjast handa á ný og
reyna að byggja upp sterkt kaup-
félag, sem þó var vonlítið næstu
árin, eins og allt var í pottinn búið,
þvi að viðskiptaleg ógæfa í þessu
starfi blasti við augum margra
okkar, sem bezt þekktum það
„heimafólk", sem nú hafði náð
næsta ótrúlegum tökum á einveldi
samvinnusamtakanna í landinu. Og
meira var framundan.
Hinn 10. janúar 1951 hélt kaup-
félagsstjórnin fyrsta fund sinn eftir
áramótin.
Fund þennan sat fulltrúi for-
stjóra Sambandsins, Kristleifur
Jónsson. í ljós kom á fundi þessum,
að vörulager Neytendafélagsins
hafði verið „tekinn út“ án vitundar
okkar þriggja í kaupfélagsstjórn-
inni og sameinaður vörulager kaup-
félagsins. Aðeins fyrrverandi
stjórnarmenn Neytendafélagsins
voru þar viðstaddir og með í
ráðum. Það voru ráð forstjóra
S.Í.S., að fulltrúinn tjáði okkur.
Þannig voru þá samvinnutrippin
rekin i landi því. í þröngum hring
okkar, sem mest höfðum beitt
okkur fyrir stofnum kaupfélagsins
og unnið þar mest og bezt, rikti
kátína og glettni í beiskri staðreynd.
Við vorum vissulega reynslunni
ríkari og afréðum í þröngum hring,
að aldrei skyldu þeir háu valdsherrar
fá okkur til þess, að bindast neinni
skuldbindingu, t.d. með samþykkt
eða útgáfu vöruvíxla. Þar skyldi
Sambandið eiga allt á hættu.
Við vissum mæta vel, að tölu-
verður hluti af vörulager hinna
gjaldþrota samvinnufélaga, sem
Kaupfélagið okkar var látinn yfir-
taka, voru skemmdar vörur og ekki
seljanlegar. Samt skyldu þær
hafðar á boðstólum hjá nýja kaup-
félaginu, þrátt fyrir ákvæðin í 2.
grein kaupfélagslaganna, þar sem
stendur skýrum stöfum, að útvega
skuli félagsmönnum góðar vörur
og ná hagfelldum kaupum á þeim.
Það var í upphafi markmið okkar,
sem stóðum að kaupfélagsstofnun-
inni. Og fyrirmynd laganna var
okkur send frá skrifstofu Sam-
bandsins. — Við vissum, að ein
skuld Neytendafélagsins sálaða var
víxilskuld við Útvegsbankann í
kaupstaðnum kr. 200.000,oo, sem
kaupfélaginu var gert að yfirtaka.
Þeir um það, þeir um það. Við
172
BLIK