Blik - 01.06.1980, Síða 114
Eins og ég hefi getið um, þá ól
Mad. Ericsen „Höndlunarþjóni"
sínum barn árið 1851. Lengi stóð
það til, að þau gengju í hjónaband.
Það dróst þó árum saman af ein-
hverjum ástæðum, sem mér eru
ekki kunnar.
Vorið 1864 fengu þau konunglegt
leyfi til að ganga í heilagt hjóna-
band án þess að láta lýsa með sér í
kirkju, eins og þó var þjóðleg venja
á þeim tímum. Brúðkaupið skyldi
síðan eiga sér stað um næstu ára-
mót. En áður dundu ósköpin yfir
þessi hjónaefni. Hinn 27. desember
1864 lézt einkadóttir þeirra, Marie
Frederika, þá á 14. aldursári. Eftir
þennan sára missi frestuðu þau at-
höfninni.
Svo liðu árin í Frydendal við
mikilvæg störf. Þar ráku þau veit-
ingahús hverja vertíð. Sú þjónusta
var ekki sízt hagkvæm aðkomnum
sjómönnum, t.d. ,,Landmönnum“,
eins og þeir voru kallaðir, viðlegu-
mennirnir úr sveitum Suðurlands-
ins, sem stunduðu sjóinn og öfluðu
fisks á opnu skipunum sínum 2-3
mánuði vetrarins þarna í Eyjum oft
við bága viðlegu.
Ekkert sjúkrahús var í Eyjum. En
Þorsteinn Jónsson, héraðslæknir í
Landlyst, fékk að leggja inn í
Frydendal sjúklinga sína, sem
þurftu að liggja sjúkralegur um
skeið. Þar fengu þeir góða umönn-
un og heilsubætandi hjúkrun
Þegar vora tók, hófust ræktunar-
annirnar úti við. Garðlöndin voru
pæld á frumlegan hátt, þó með
járnreku, og sett niður i þau
kartöflur eða sáð gulrófna- og
næpnafræi. Fátt var ræktað þar af
öðrum matjurtum.
Árið 1866 gifti séra Brynjólfur
Jónsson, sóknarprestur að Ofan-
leiti, þau frú Ane Johanne og veit-
ingamann hennar Carl Wilhelm
Roed. Eftir það hét þessi mæta frú í
byggðarlaginu ávallt Maddama
Roed. Ekki er mér kunnugt um, að
þau ættu fleiri börn en hana Mariu
litlu Frederiku.
Mad. Roed lézt 23. nóvember
1878, þá 68 ára að aldri. Banamein
hennar var „innvortisveiki", eins
og segir í gildum heimildum.
Að frúnni látinni seldi C. W.
Roed veitingamaður Jóhanni Jörg-
en Johnsen frá Vilborgarstöðum
Frydendalinn. Eftir það dvaldist
hann þar um sinn á heimili J.J.J.,
sem hélt áfram veitingarekstrinum
um árabil, og var þar veitinga-
þjónn.
C. W. Roed lifði 18 ár eftir frá-
fall konu sinnar. Síðustu æviárin
var hann óstarfhæfur og veikburða.
Þá fékk hann inni í sveitarhúsinu
Götu, eins og aðrir þurfalingar
Vestmannaeyjahrepps. Það „Þurf-
alingahús“ hreppsins stóð við
Kirkjuveginn (nálega nr. 12)
Carl W. Roed, veitingaþjónn,
beykir og brautryðjandi í kartöflu-
rækt Eyjamanna, lézt 29. desember
1896 og þá 74 ára að aldri. Hann
var fæddur í Danmörku árið 1822.
Árið 1893 eða þrem árum áður en
Carl W. Roed, fyrrverandi veitinga-
112
BLIK