Blik - 01.06.1980, Qupperneq 50
Þetta er að vísu beitiland, og þeir,
sem beitarréttinn hafa, vilja vitan-
lega ógjarnan gefa hann eftir. En
það hlýtur að liggja öllum í augum
uppi, að með því að rækta landið,
þá gefur það meira af sér en nú gerir
það. Og möguleikar opnast til þess
að hafa fleiri kýr og meiri mjólkur-
framleiðslu. Allir þeir, sem í Eyjun-
um búa, munu finna þörfina á
þessu. Enda er það svo, ef miðað er
við mannfjölda árið 1920 en naut-
gripahald 1922, þá er yfir land allt
sem næst 5,3 menn um hverja
mjólkurkú (kýr og kelfdar kvígur),
en i Vestmannaeyjum eru um 17
manns um hverja mjólkurkú, —
meira en 4 á hverjum spena. — Þótt
gert sé ráð fyrir, að allur nautpen-
ingur í Eyjunum sé mjólkandi. En
væri það ekki nema 2A nautgrip-
anna þar, eins og nærri lætur fyrir
landið allt, þá verða rösklega 6
menn á hverjum spena, og auk þess
allt vertíðarfólkið.
Ég býst við, að engum blandist
hugur um, að meira beri að rækta
til slægna; beitilandsrækt eru menn
svo óvanir hér á landi, að mörgum
mun finnast fjarstæða að tala um
hana. En hér finnst mér allt mæla
með henni: Litið landrými, til-
finnanlegur mjólkurskortur, góð
ræktunarskilyrði samfara reynslu
um ágætan árangur túnræktar, —
meiri hagnaðar og heilsubót fyrir
menn og skepnur. — Og eins og hér
stendur á, býst ég við, að litið verði
svo á samkv. Jarðræktarlögunum,
að menn verði að láta landið af
hendi, þeir sem beitarréttinn hafa,
og ræktanlega landinu verði skipt í
skákir til ræktunar.
Mér var sagt, að svo miklir
örðugleikar og kostnaður væri því
samfara að koma sjávarfanginu á
ræktunarlandið, að nærri væri frá-
gangssök að nota það til áburðar.
Nokkuð kann að vera hæft í þessu.
En ég vil þó benda á það, sem ég
hefi áður tekið fram um túnin í Eyj-
unum og töðufallið og sjávarfangið
í því sambandi. En til þess að draga
úr örðugleikunum og svo alls hag-
ræðis vegna, er nauðsynlegt að
leggja vegi um landið, og það með
allri hagsýni. Það mætti virðast
ekki ósennilegt, að landsdrottinn,
— ríkið, — vildi leggja aðal stofn-
vegina, en einstaklingarnir legðu
vegi til sinna sérþarfa eða bærinn.
Mönnum til leiðbeiningar og
hvatningar í öllu þessu máli er
nauðsyn á öflugu jarðræktarfélagi,
er hafi áhugasama og dugandi
stjórn, — og félagið er til. Ætti það
m.a. að beita áhrifum sínum að því,
að útvega mönnum hagkvæm jarð-
ræktarlán.
Ég hefi nú í stuttu máli bent á og
rökstutt nokkuð þá stefnu, sem mér
sýnist heppilegust í túnræktarmál-
um Eyjaskeggja og vænti þess, að
þetta verði tekið til rækilegrar at-
hugunar á fundi í Eyjunum. En um
ræktunaraðferðirnar ræði ég ekki,
48
BLIK