Blik - 01.06.1980, Side 62
héldu þar fyrirlestra á vegum Bún-
aðarfélags Vestmannaeyja. Það
voru þeir Steingrímur Steinþórsson,
búnaðarmálastjori, og Jörundur
Brynjólfsson, bóndi í Skálholti og
alþingismaður.
Um haustið sendi síðan Búnaðar-
félag íslands tvo kunnustu ráðu-
nauta sína til Eyja til þess að halda
þar námskeið með fyrirlestrahaldi
um nautgriparækt, garðrækt og al-
menn búnaðarmál. Þetta voru þeir
ráðunautarnir Páll Zophoníasson
og Stefán Þorsteinsson.
Þegar leið fram á veturinn, kom
Árni ráðunautur Eylands til Eyja og
flutti almenningi fyrirlestur um
búnaðarmál og sýndi merka kvik-
mynd til skýringar máli sínu. Að
málflutningi þessara gesta var
gerður góður rómur í kaupstaðn-
um.
Vissulega hafði sú búnaðar-
fræðsla, sem þeir veittu almenningi í
bænum, áhrif og gildi búnaðarmál-
um Eyjamanna til framdráttar og
eflingar
Árið 1949 sendi Búnaðarsamband
Suðurlands einn af ráðunautum
sínum til Vestmannaeyja til þess að
efna til fræðslustarfs um búnaðar-
mál og leiðbeina jarðræktarmönn-
um. Þá reyndist áhugi Eyjafólks á
landbúnaði enginn orðinn, svo að
áheyrendur fyrirlestranna voru
engir nema stjórnendur Búnaðar-
félagsins og þó ekki allir.
Verzlun Búnaðarfélagsins. Þá var
það veigamikið hagsmunamál
öllum jarðræktarmönnum í Eyjum
og mjólkurframleiðendum að ná
sem allra hagkvæmustum kaupum
á margskonar vörum, sem nauðsyn-
legar eru jarðræktarmönnum og
mjólkurframleiðendum, svo sem
tilbúnum áburði, fóðurbæti, út-
sæðiskartöflum, grasfræi,
girðingarefni o.fl. o.fl. — Bráðlega
stofnaði stjórn Búnaðarfélags
Vestmannaeyja til innkaupa á
þessum vörum öllum og rak verzlun
með þær um árabil á vegum
félagsins.
Árið 1926 eða tveim árum eftir
stofnun, mun Búnaðarfélag Vest-
mannaeyja hafa hafið verzlun sína
með ýmsar þarfir bænda og ann-
arra jarðræktarmanna og mjólkur-
framleiðenda. Þetta ár fékk það
keypt til Eyja 115 poka af loft-
áburði og var það fyrsti loftáburð-
urinn, — saltpétur, — sem fluttist
til Eyja. Þá var knappt um gjaldeyri
og þurfti að sækja um þau leyfi til
opinberra stjórnvalda. Það mun
staðreynd, að búnaðarmálastjór-
inn, Sigurður Sigurðsson, beitti sér
fyrir þvi í það sinn, að Búnaðarfélag
Vestmannaeyja fengi gjaldeyri fyrir
áburðarkaupum þessum. — Eitt-
hvað fékk þá Búnaðarfélagið keypt
af fóðurbæti, sem keyptur var frá
Englandi.
Lengst af var Hannes Sigurðsson,
bóndi á Brimhólum, forstöðu-
maður þessa verzlunarstarfs. Hann
var jafnframt gjaldkeri Búnaðar-
félagsins um árabil. Hann þótti
ætíð inna af hendi þetta fram-
60
BLIK