Blik - 01.06.1980, Síða 75
Þá skulum við einnig íhuga nánar
jarðræktarskýrslurnar með hliðsjón
af þeim erfiðleikum, sem því var
samfara að brjóta og rækta mikið
land á Heimaey. Við rennum
augum yfir grjótnámsdálkinn.
Hann segir sína sögu. Það var sem
sé ekkert smáræði, sem Eyjamenn
urðu að rífa upp af grjóti og fjar-
lægja úr jarðræktarspildum sinum,
áður en plæging og herfing gæti átt
sér þar stað. Þó kemur ekki fram á
skýrslunni nema nokkur hluti þessa
grjóts. Orsökin er sú, að samkvæmt
jarðræktarlögunum frá 1923 voru
50 rúmmetrar af grjóti hámark
þess, sem grjótruðningsmaðurinn
gat fengið styrk út á eða laun fyrir
frá hinu opinbera, ríkissjóði.
Margir jarðræktarmenn í Eyjum
rifu þá upp mun meira grjót, já,
tvöfalt meira, og fjarlægðu það úr
jarðræktarspildum sínum.
Á árunum 1929 - 1936 var árlega
unnið að byggingu Básaskers-
bryggjunnar í Eyjum. Á sínum tíma
var bryggjan sú einhvert stærsta
hafnarmannvirki á öllu landinu.
Þar þurfti mikið af grjóti til upp-
fyllingar. Margir jarðræktarmenn
byggðarlagsins seldu þá Hafnar-
sjóði Vestmannaeyja drjúgan skerf
af grjóti úr ræktunarspildum sínum
til uppfyllingar. Þannig tókst Eyja-
mönnum eins og svo oft fyrr og
síðar ,,að slá tvær flugur í einu
höggi.“
Segja má með sanni, að jarð-
ræktarmennirnir í Vestmannaeyj-
um á „jarðræktaröldinni" þar hafi
BLIK
verið úr öllum stéttum byggðarlags-
ins. þeir voru bændur, verkamenn,
sjómenn, útgerðarmenn, læknar
(héraðslæknir, sjúkrahússlæknir,
tannlæknir), kaupmenn, bifreiða-
stjórar, forstjórar, bankastjórinn,
bæjarfógetinn, prestar, bakara-
meistari og skólastjórar. Frum-
bækur þær, sem trúnaðarmenn
búnaðarsamtakanna færðu yfir
unnar jarðabætur, sanna okkur
það, að hér er rétt frá greint. —
Rétt er að geta þess, að ein kona var
áberandi atorkusöm í rætkunar-
framkvæmdunum. Það var frú
Guðrún Runólfsdóttir húsfreyja á
Sveinsstöðum við Njarðarstíg. Þá
skal þess getið, að kaupstaðurinn
sjálfur hóf ræktunarframkvæmdir
árið 1934. Þær framkvæmdir komu
honum til mjög mikilla hagsbóta,
þegar hann tók að reka kúabú sitt í
Dölum 1944.
Til lofs og dýrðar dugnaði ein-
staklinganna í ræktunarfram-
kvæmdum Eyjamanna á árunum
1926 - 1947 vil ég láta fljóta hér með
eilítið yfirlit yfir jarðræktarfram-
kvæmdir þriggja einstaklinga á
þessum árum.
Þorbjörn Guðjónsson, bóndi á
Kirkjubæ:
Nýrækt, sáðsléttur . 74,131 ferm.
Matjurtagarðar .... 15,225 ferm.
Áburðarhús ........ 83,11 rúmm.
Girðingar ......... 1,332 metrar
Grjótnám ........... 405 rúmm.
Þurrheyshlöður .... 1,044 rúmm.
Safnþrær ........... 14,5 rúmm.
Votheyshlöður ...... 36,6 rúmm.
73