Blik - 01.06.1980, Blaðsíða 95
Tekjur:
2600 lítrar mjólk á 1/45 kr. 3770,oo
Ungkálfur 45, oo
Tap á rekstrinum 1675,oo
Tekjur alls kr. 5.490,oo
Greinarhöfundur fullyrðir, að
mjólkurverð þurfi að vera kr. 2,oo
á lítir, eigi mjólkurframleiðslan að
skila tilsvarandi arði við þau vinnu-
laun, sem greidd eru í kaupstaðnum
og þann kostnað, sem rekstur
kúabús hefur í för með sér.
Þá segir hann: „Eina ráðið til að
nægileg mjólk sé hér á markaði er,
að fólk það, sem þessa vinnu
stundar, fái ekki lægri laun en
annar atvinnurekstur borgar.“
„Þá er rétt að benda á það,“ segir
höfundur, „að það er meiri arðsvon
að fóðra hér sauðfé en kýr. Eru nú
hér á fóðrum um 1000 fjár og þarf
það fé fóður, sem nægja mundi 40
-50 kúm. Hér í Eyjum verður
mjólkurframleiðslan alltaf miklu
dýrari en annars staðar á landinu.
Það sýna niðurstöðutölur búreikn-
inga, sem Búreikningaskrifstofa
ríkisins birti rétt fyrir stríðið. Fram-
leiðsluverð hér var þá 34 aurar á
hvern mjólkurlítir, en 18 aurar að
meðaltali í búreikningunum, og
munu þau hlutföll nálega óröskuð,
a.m.k. hjá þeim bændum, sem
sjálfir flytja eða láta flytja mjólkina
heim til kaupendanna og leggja
sjálfir til flöskurnar, en sá
kostnaður er ekki talinn með í
framangreindri áætlun.....“
Þetta voru þá rök Þorbjarnar
bónda í Kirkjubæ fyrir því, að
mjólkurverð í Eyjum væri of lágt til
þess að nokkur sæktist eftir að
framleiða þar mjólk. Þarna voru
allir mjólkurframleiðendur í
Eyjabyggð á sama máli. Og þarna
voru þeir sameinaðir í andstöðu við
ríkisvaldið eða verðlagsnefnd
ríkisins, sem ekkert hafði fyrir því
að grandskoða þetta mál niður í
kjölinn. — Afleiðingar þessarar
deilu og þvermóðsku létu heldur
ekki á sér standa. — Árið 1941 voru
320 mjólkandi kýr í Eyjum. Árið
1947 voru þær aðeins 207 talsins.
Og tveim árum síðar (1949) aðeins
196 kýr alls. Þá hafði kúaeignin
færst á hendur fárra aðila. Um
þetta bil átti kaupstaðurinn sjálfur
um 50 kýr í fjósi sínu, Helgi kaupm.
Benediktsson um 30 kýr, Þorbjörn
bóndi Guðjónsson um það bil 20
kýr og búið að Lyngfelli 15 kýr. Þá
hafa sem sé um það bil 80 kýr verið
í eigu annarra einstaklinga í
Eyjabyggð, flestar í eigu bænd-
anna.
Á sama tíma tók fólki að fækka í
kaupstaðnum. Hversu ríkan þátt
mjólkurskorturinn átti í því fyrir-
brigði, vitum við ekki. (Sjá hér í
ritinu skrá um íbúafjölda í Eyja-
byggð á þessum árum).
Mjólkurverðlagsnefnd mjólkur-
framleiðenda í Vestmannaeyjum
boðaði til fundar 30. janúar 1944
samkvæmt ósk bæjarstjórnar kaup-
staðarins og fulltrúa verðlagsstjóra
ríkisins í Eyjum. Þar urðu miklar
BLIK
93