Blik - 01.06.1980, Page 99
ár og svo rýrnun mjólkurframleiðsl-
unnar á sama tíma. Hér birti ég
örfáar tölur:
Ár Búsettir Eyjamenn Mjókurkýr
1930 3380 221
1940 3584 303
1945 3588 280
1950 3699 214
1951 3737 233
Kaupstaðurinn sjálfur rak 50 - 60
kúa bú á Dalajörðunum, til þess að
bæta úr sárustu neyð vissra stofn-
ana í bænum. Með þessum bú-
rekstri fullnægði bærinn mjólkur-
þörf sjúkrahússins, elliheimilisins
og barnaheimilis kaupstaðarins.
Mjólk sú, sem þessar stofnanir
bæjarins höfðu ekki þörf fyrir, var
seld í sérstökum mjólkurbúðum í
bænum, eins og ég hefir getið um.
Sú mjólk hrökk skammt.
Hinn 15. janúar 1953 eða nokkr-
um dögum eftir að læknirinn tjáði
mér mjólkurhungrið í bænum, var
haldinn fundur í bæjarstjórn kaup-
staðarins. Þar bar ég fram tillögu,
sem hlaut samþykki bæjarfull-
trúanna, svo að mikið og gott
spannst af þeirri samþykkt. Þá
hófst sérlegur kafli í sögu
búsetunnar og bæjarlífsins í
Vestmannaeyjum, og er við hæfi að
gera honum nokkur skil hér.
9. mál. Fundargerð Dalabúsnefnd-
ar frá 16/12 1952. 3. liður.
í sambandi við liðinn bar Þorsteinn
Þ. Víglundsson fram þá tillögu að
bæjarstjórn sendi tafarlaust 2 (tvo)
bæjarfulltrúa til Reykjavíkur til
þess að fá mjólkurmálin leyst. Til-
lagan samþykkt samhljóða.
Kosnir voru til fararinnar Þorsteinn
Þ. Víglundsson og Magnús Bergs-
son, með 7 atkvæðum.
Fleira var ekki tekið fyrir. Fundi
slitið.
Helgi Benediktsson, Gísli Þ. Sig-
urðsson, Magnús Bergsson, Björn
Guðmundsson, Guðlaugur Gísla-
son, Þorsteinn Þ. Víglundsson,
Þorbjörn Guðjónsson, Hróifur
Ingólfsson Þorsteinn Sigurðsson,
Ólafur Á. Kristjánsson.
Satt að segja þótti mér það dálítið
kynlegt, að bæjarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins skyldu velja
Magnús Bergsson, bakarameistara,
og bæjarfulltrúa flokksins, til þess
að fara með mér til Reykjavíkur til
þess að fá flutta mjólk þaðan til
Vestmannaeyja. Við Magnús
höfðum þá nýlega staðið í persónu-
legum deilum og hann höfðað á mig
meiðyrðamál. En mér er ánægja að
segja frá því, að við bárum þroska til
að leggja þau deilumál algjörlega á
hilluna og einbeita okkur að þessu
velferðarmáli bæjarbúa. Magnús
Bergsson var drengskaparmaður og
við unnum saman af einlægni og
heilum hug.
Við urðum undir eins á eitt sáttir
um það að hitta fyrst að máli Svein
blik 7
97