Blik - 01.06.1980, Side 134
Ég hafði rika reynslu af þessum
félagsskap. Hann stóð jafnan vörð
um félagsmenn sína og lét verja
málstað þeirra til hins ítrasta, jafn-
vel þó að glæpsamlegur væri að
okkar áliti.
í þessum hópi átti ég trúnaðar-
vin, sem sagði mér flest, sem þar fór
fram.
Og nú var boðað til fundar og
samþykkt að aðstoða lyfsalann eftir
mætti í málsókn á mig sökum
grófra meiðyrða, sem þeir fundu í
grein minni.
Seint um kvöldið var hringt til
mín og mér tjáð, hvað fram fór á
fundinum og samþykktir hans.
Daginn eftir mætti ég bæjarfó-
getanum, Torfa mínum Jóhanns-
syni, á götu. Ein málsgrein kom
mér í hug, er ég mætti honum, sem
jafnan var mér hlýr og þóttalaus:
„Þið voruð á fundi í gærkvöld. Þið
hefðuð getað leitað sætta við mig,
og ég hefði fallizt á að greiða lyfsal-
anum nokkrar miskabætur úr eigin
vasa, ef þá hefðu getað tekizt sættir
með okkur“. „Þetta sagði ég
þeim,“ sagði bæjarfógeti, „en þeir
vildu ekki á það hlusta“. „Vertu
blessaður", sagði ég. Þarna fékk ég
sönnun fyrir því, sem mér var sagt
af fundi leynifélagsmanna. Ég var
ánægður og hló innra með mér.
Á fundi þessum voru menn á einu
máli um það, að ekki væru tiltök að
senda á mig Jón Eiríksson, héraðs-
dómslögmann, sem annaðist mál-
sóknirnar á árunum 1950-1952.
Einhverra hluta vegna átti hann
ekki traust þeirra lengur. Nú skyldi
sækja á æðri staði, þar sem vænta
mætti meira vits og lögfræðilegrar
þekkingar og fullkomnari meðferð-
ar á málstaðnum. Valinn var tii
málflutningsins Gunnar Þorsteins-
son, hæstaréttarlögmaður í Reykja-
vík og fyrrverandi bæjarfógeti í
Vestmannaeyjakaupstað. Innra
með mér var ég næstum barnalega
hreykinn af þessum ákvörðunum
þeirra. Það var þó alltaf munur að
mæta hæstaréttarlögmanni í bæjar-
þinginu! Þegar ég var að alast upp,
voru þessir menn titlaðir hæsta-
réttarmálaflutningsmenn, og var
það þá talinn lengsti titill í heimi.
Og nú átti ég, litli kallinn minn, að
njóta þeirrar ánægju að verja
helgan málstað gegn sókn þessa
hátitlaða manns. Var ég bara ekki
strax orðinn að gjalti?
Og svo komu þá blessaðir stefnu-
vottarnir heim í Goðastein okkar
hjóna og afhentu konunni minni
stefnu, eins og vant var, þegar ég
var að rækja skyldustörf mín í bæn-
um.
Mér var stefnt fyrir'sáttanefnd,
eins og lög gera ráð fyrir. Þar
mættumst við málsaðilarnir 1. okt.
1954. Til sátta bauð ég þarna lyf-
salafrúnni að greiða henni persónu-
lega úr eigin vasa nokkra fjár-
upphæð árlega, ef hún gæti á það
fallizt að hætta að baka heimilum í
bænum hinum beiskustu hörmung-
um með sprittsölu sinni. Þá varð
annar sáttanefndarmaðurinn æfur
og fullyrti, að ég byði lyfsalanum
132
BLIK