Blik - 01.06.1980, Síða 72
yrðingum skólastjórans í ræðunni
var þessi: „Þá (þegar B.V. var
stofnað) mátti sjá þörfina á aukinni
ræktun hér í Eyjum og mjólkur-
framleiðslu á andlitum margra
skólabarna“... Þessu veitti skóla-
stjórinn athygli í barnaskóla kaup-
staðarins, er hann íhugaði andlits-
drætti og yfirbragð hinna ungu
nemenda sinna.
Séra Sigurjón Þ. Arnason, sókn-
arprestur að Ofanleiti, sat í stjórn
Búnaðarfélagsins frá stofnun þess
1924 til ársins 1931.
Jón Gíslason, útvegsbóndi, Ár-
mótum (nr. 14) við Skólaveg,
skipaði sinn sess í stjórn Búnaðar-
félagsins frá stofnun til ársins 1931.
Einar Sigurðsson, kaupmaður,
Skólavegi 1, Vöruhúsinu, sat i
stjórn Búnaðarfélagsins á árunum
1931-1940, ýmist ritari stjórnarinn-
ar eða óbreyttur meðstjórnandi.
Hannes Sigurðsson, bóndi á
Brimhólum, sat lengi í stjórn
Búnaðarfélags Vestmannaeyja eða
samfleytt í 19 ár (1935-1954). Flest
árin var hann gjaldkeri Búnaðar-
félagsins og öll árin verlunarstjóri
þess, annaðist vörukaup þess og
vörusölu og þótti þar jafnan réttur
maður á réttum stað.
Páll Oddgeirsson, kaupmaður,
Miðgarði við Vestmannabraut.
Hann sat í stjórn Búnaðarfélagsins
á árunum 1935-1938 og 1943-1945,
og var þá lengi ritari stjórnarinnar.
Hann var jarðræktarmaður mikill.
Ársæll Sveinsson, útgerðarmaður
og kaupmaður, Fögrubrekku við
Vestmannabraut. Hann sat í stjórn
Búnaðarfélagsins samfleytt í 19 ár,
ýmist varaformaður eða óbreyttur
meðstjórnandi.
Þorsteinn Jónsson, skipstjóri,
Laufási við Austurveg. Hann sat í
stjórn Búnaðarfélagsins frá
1940-1945.
Georg Gíslason, kaupmaður.
Hann var í stjórn Búnaðarfélagsins
1931-1936.
Ármann Guðmundsson frá Viðey
við Vestmannabraut. Hann var
kosinn í stjórn Búnaðarfélagsins
árið eftir að faðir hans, Guðmund-
ur Einarsson, form. félagsins, lézt.
Hann sat í stjórninni árið
1943-1944. Fleiri Vestmannaeyingar
sátu í stjórn Búnaðarfélagsins um
eins árs skeið, t.d. Sigfús Scheving,
skipstjóri, 1943-1944; Erlendur
Jónsson, bóndi, Ólafshúsum, árið
1953-1954, og Gunnar Hlíðar dýra-
læknir, árið 1951-1952.
Trúnaðarmenn
Samkvæmt 6. grein Jarðræktar-
laganna frá árinu 1923 hafði Bún-
aðarfélag íslands heimild til að ráða
sér trúnaðarmann í hverjum hreppi
eða kaupstað „til þess að hafa fyrir
félagsins hönd umsjón og eftirlit
með ræktunarfyrirtækjum, sem
undir það falla í þeim hreppi,“ eins
og það er orðað í nefndum lögum.
Þegar jarðabótamælingar hófust
í Vestmannaeyjum á vegum Bún-
aðarfélags Vestmannaeyja, var Páll
Bjarnason, skólastjóri, ráðinn til
þessa verks. Hann mældi fyrst
70
BLIK