Blik - 01.06.1980, Side 153
Björn Guðmundsson, kaupmað-
ur og útgerðarmaður, var einn af
fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í
bæjarstjórninni. Hann sat einnig í
útgerðarstjórn togaranna.
Það er gömul reynsla mín af Birni
kaupmanni, að hann sé fjárglöggur
maður og vel skyni gæddur um
meðferð fjár og rekstur fyrirtækja.
Þess vegna birti ég hér tillögu hans
og greinargerð, sem hann lagði
fram í bæjarstjórn síðla árs 1952:
„í framhaldi af tillögu minni í út-
gerðarstjórn og bókuð er í fundar-
gjörð útgerðarstjórnar 16. sept. s.l.,
þá legg ég til, að annað skip bæjar-
útgerðarinnar verði selt. Verði
fyrst reynt að selja skipið til ein-
staklinga eða félaga með búsetu í
bænum. Sé það ekki unnt, þá verði
hvatt til fundar í bæjarstjórn og þar
tekin ákvörðun um, hvort reynt
skuli að selja það burt úr bænum.
Greinargerð:
Svo sem kunnugt er, hefur fjár-
hagur Bæjarútgerðarinnar alla tíð
verið mjög erfiður og stöðugt sigið
á ógæfuhliðina í þessum efnum.
Hefur bæjarsjóður sí og æ orðið að
láta þessu fyrirtæki sínu aukið fjár-
magn í té og nú seinast fyrir nokkr-
um mánuðum lét bæjarsjóður út-
gerðinni í té 2 millj. króna. Þrátt
fyrir þetta mun hagur Bæjarútgerð-
arinnar aldrei hafa verið verri en
nú. Má í þessu sambandi benda á
annað skip útgerðarinnar, „Bjarnar-
ey“, sem lá bundið við bryggju í 3
mánuði og komst ekki á veiðar
vegna þess, að Bæjarútgerðina
brast fjárhagsleg geta til þess að
koma skipinu á veiðar. Og loks er
tókst að ýta skipinu úr vör, var það
gert með hjálp frystihúsanna í Vest-
mannaeyjum, sem áhuga höfðu á
að verða sér úti um fisk til frysting-
ar.
Viðurkennt er, að það er allra
hagur, að Eyjatogararnir séu gerðir
út héðan úr bænum. Hins vegar er
það orðið mjög almennt viður-
kennt, að bæjarsjóði er gjörsam-
lega um megn að standa í svo stór-
felldum taprekstri, sem útgerð
bæjartogaranna er, og hefur þar að
auki ekki möguleika til þess að
útvega frekara fjármagn til útgerð-
arinnar, sem henni er þó lífsnauð-
syn á. Vil ég í þessu sambandi
benda á ummæli útgerðarstjóra
varðandi frekari fjárútvegun til
Bæjarútgerðarinnar, svo og stöðv-
un Bjarnareyjar, sem fyrr er getið.
Nú hníga margar stoðir undir þá
skoðun, að frystihúsin hafi allmik-
inn áhuga á að fá til frystingar fisk,
sem togarar einir hafa möguleika á
að afla. Þess vegna hefi ég í tillögu
minni um innanbæjarsölu togar-
anna einmitt haft þau í huga. Ef svo
vel til tækist, að þessir aðilar vildu
kaupa, væru tvær flugur slegnar i
einu höggi: Bæjarsjóður firrtur
miklu fjárhagstjóni, og svo væri að
miklu eða öllu leyti tryggt, að sú
atvinna, sem togararekstur skapar,
haldi áfram í likum ef ekki stærri
mæli en hingað til.“
Björn Guðmundsson
BLIK
151