Blik - 01.06.1980, Blaðsíða 120
reikning og eðlisfræði. Og þá gátu
allt í einu allir lært þessar náms-
greinar.
Síðast var það námið í 3. bekk,
1951-1952.
Þann vetur var Sigurður Finns-
son settur skólastjóri í fjarveru
Þorsteins, sem þá fékk orlof frá
starfi eitt ár.
Oft þreyttum við skyndipróf
þennan vetur. Skólastjóranum setta
fannst næstum ótrúlegt, hversu vel
við stóðum okkur í skyndiprófun-
um í eðlisfræðinni og reikningnum,
sem Sigfús hafði kennt okkur vetur-
inn áður. Eitt sinn bjó Sigurður
sjálfur út verkefnin í skyndipróf í
þessum kennslugreinum Sigfúsar.
Allir skiluðu úrlausnum með mikilli
prýði, nema síðasta reikningsdæm-
inu, sem vafðist fyrir sumum, en
því hafði Sigfús bætt við vegna
þess, að honum fannst prófið of
létt.
Sigfús er einn af þeim, að mínum
dómi, sem hefur meðfædda
kennsluhæfileika, þó að ekki hefði
hann tilskilda menntun þá, þegar
þetta var.
Það bættist lika nýr nemandi í
hópinn þetta haust. Það var stúlka
úr Reykjavík. Hún hafði gengið þar
í ballettskóla og vildi endilega
kenna okkur það, sem hún hafði
lært í þessum listdansi. Þá skorti
okkur algjörlega húsnæði til þess.
Að lokum fengum við leyfi til að
nota fimleikasal barnaskólans
klukkan 7-8 á morgnana. — Svo
rifum við okkur upp klukkan hálf
sjö og röltum upp í barnaskóla til
að æfa ballett. Þetta gekk vel, og
við höfðum bæði gagn og gaman
af. — Um vorið sýndum við ballett
á skólaskemmtun við góðan orðstír.
Ýmislegt datt okkur bekkjar-
systrunum í hug. Einu sinni fengum
við t.d. allar lánaðar upphlut og
létum mynda okkur í þeim þjóðlega
búningi. Auðvitað fengu piltarnir,
bekkjarbræður okkar, að vera með
á myndinni. Um kvöldið fórum við
svo á skólaball í skrúðanum. Þá
uppnefndu hinir strákarnir okkur
og kölluðu okkur „Elliheimilið“.
Ekki kom það við okkur, svo fáran-
legt sem uppnefnið var.
Alltaf var farið í skemmtigöngur
nokkrum sinnum á vetri.: Upp á
Klif, vestur og niður í Stafsnes, upp
á Helgafell eða Molda. Alltaf var
farið út í Stórhöfða á hverjum vetri.
Þá var það fastur liður að segja
draugasögur innst í Höfðahelli.
Oftast var það einhver af piltunum,
sem það gerði. Þeim tókst þá
mörgum frábærlega vel upp, svo að
hárin risu á manni og við þorðum
varla að hreyfa okkur á eftir. —
Þessar ferðir voru allar mjög
skemmtilegar og fróðlegar, því að
kennararnir notuðu tækifærið til að
fræða okkur um eyjuna okkar.
Einnig miðluðum við hvert öðru því,
sem við vissum í þeim efnum hvert
um sig.
Stundum fengum við að hrista af
okkur slénið á skólalóðinni í
einhverjum leikjum. Eitt sinn sendi
Þorsteinn okkur út í snjókast. Það
118
BLIK