Blik - 01.06.1980, Side 41
verið keypt mikið af heyi til Eyja
>.af landi“. Nú var grasbrestur um
allar sveitir. Fáir urðu því aflögu-
ferir með haustinu. — Eyjafjalla-
sveit hafði verið aðalbjargvættur
Vestmannaeyinga síðustu árin um
öflun heyja. Nú leit mjög illa út
með heyöflun þar sem annars stað-
ar. — Þó gerðu Eyjamenn ekkert
enn um stofnun samtaka til að efla
°g tryggja búskap sinn, mjólkur-
framleiðslu og garðrækt.
Fleiri greinar skrifaði og birti rit-
stjórinn til þess að hvetja Eyjamenn
til samtaka um búnaðarmál sín og
taka upp nýtízkulegri vinnubrögð
við þann atvinnuveg.
Hinni gömlu ræktunaraðferð
vildi ritstjórinn útrýma. Hann vildi
fá búfræðing til Eyja og hann skyldi
hafa með sér nýtízku jarðræktar-
áhöld eða verkfæri, sem ykju stór-
lega afköst við jarðvinnsluna, og
svo yrðu allar þessar framkvæmdir
um leið mun ódýrari jarðyrkju-
mönnunum. Til þess að þetta gæti
gerzt, þyrftu Eyjamenn að stofna
búnaðarfélag, sagði hann einu sinni
enn, sem stuðlaði að aukinni þekk-
ingu manna á ræktunarfram-
kvæmdum og kenndi Eyjamönnum
um leið að nota nýtízku tæki við
framkvæmdir þessar. — Og enn var
ekki hlustað á þessar brýningar rit-
stjórans.
Nokkrir bændur héldu áfram
ræktunarframkvæmdum árlega
með gömlu aðferðinni, þó að lítið
ynnist með lélegum tækjum. Eng-
>nn þeirra virtist vilja standa að
blik
búnaðarsamtökum í byggðarlaginu
að svo stöddu.
Nokkrir þurrabúðarmenn tóku
einnig til hendinni í þessum efnum.
Með velvilja og fyrirgreiðslu sýslu-
mannsins, Karl Einarssonar, fengu
þeir sér útmælda bletti til ræktunar,
þó að Eyjabændur hefðu enn
óskoraðan rétt á öllu landi á
Heimaey samkvæmt byggingarbréf-
um þeirra og túlkun lögfróðra
manna.
í blaði Gísla J. Johnsen, viku-
blaðinu Skeggja, birtist grein í
nóvember 1917, þar sem Eyjamenn
eru á ný brýndir til dáða í ræktunar-
málum sínum og mjólkurfram-
leiðslumálum. Þar heldur skapmað-
ur á penna og er ómyrkur í máli.
Hann er Sigurður Sigurðsson, lyf-
sali og skáld frá Arnarholti. Milli
linanna hjá lyfsalanum má lesa
ýmislegt sérlegt um ástandið í kaup-
túninu, þar sem óhemjumikill afli
berst á land megin hluta vetrarins
og lítil tæki eru til þess að flytja frá
sér slor og annan fiskúrgang, sem
þá hefði mátt „breyta í
barnamjólk“, eins og hann orðaði
það, ef viljinn og tæknin hefðu
hjálpast þar að.
Blaðagrein þessi heitir „Óþrifn-
aður og óræktarmóar- heilsubót og
hagnaður.“
Þar segir svo: „Svo sem eðlilegt
er, safnast hér saman mjög mikið af
slori, þegar vel veiðist. Almenning-
ur hefur ekki þvi vinnuafli á að
skipa, að þegar í stað sé unnt að
fjarlægja allan þann mikla fiskúr-
39