Blik - 01.06.1980, Side 67
birtist í Skeggja í maímánuði 1919.
Höfundur hennar var ritstjóri
blaðsins, Páll Bjarnason frá Götu í
Stokkseyrarhreppi, síðar skóla-
stjóri, svo og gjaldkeri Búnaðar-
félags Vestmannaeyja. Þar segir
hann um kúadauðann í Vestmanna-
eyjum:
„Undarleg plága er kúadauðinn
hér í Vestmannaeyjum. Einn bóndi
missti á dögunum kú, sem virtist
vera alheilbrigð örstuttri stundu
áður en komið var að henni stein-
dauðri á básnum. Það er fimmta
kýrin, sem hann missir á sex árum.
Aðra kú missti hann í fyrra á sama
hátt og þessa. Urðu báðar bráð-
kvaddar á básnum. Engin sjúkleika-
merki sáust á innyflunum á seinni
kúnni, enda hafði ekki borið á
neinni vesöld í henni.
Fleiri hafa orðið fyrir þungum
búsifjum af völdum kúafársins, þó
að enginn hafi orðið eins hart úti og
þessi bóndi. — Annar maður missti
unga kú, bezta grip, fyrir fáum
dögum, og sá ekkert á henni áður...
Alls munu hafa farið 5-6 kýr þannig
á árinu. Það er ekki smáræðis-
skattur á fáum eigendum, þó að
ábyrgðarfélagið bæti þær að
nokkru leyti.
Undanfarna daga er mjög kvart-
að undan veikindum í kúm. Það er
slagaveiki. Margar kýr hér eru nyt-
lausar af þeirri ástæðu.Kúafárið
bitnar í raun og veru mest á smá-
börnum, sem mjólkina missa.
Merkilegt er það, að kjötið af
sjálfdauðu kúnum er hiklaust notað
til manneldis, og hefur reynzt
óskaðlegt. Það er því ekki um neitt
eiturfár að ræða.
Kúadauðinn fer í vöxt, hver
ástæðan, sem til þess er. Ekki væri
viðlit fyrir fátæka að eiga hér kú, ef
ekki væri ábyrgðarfélagið fyrir
nautgripi, sem bætir skaðann eftir
megni....En þó gott sé að fá skað-
ann bættan að nokkru, þá væri þó
meira vert að geta grafið fyrir rætur
meinsins að fullu.. Nauðsyn ber
til að leita einhverra ráða til að af-
stýra óhöppunum, ef þau ráð eru
einhver til.
Kúafækkunin og áhættan við
kúahaldið heldur mjólkurverðinu
háu. Mjólkin hækkar því meira í
verði eins og aðrar vörur, því meiri
sem vandkvæðin eru á að framleiða
hana. — Ekki er þess getið, að
mjólkin úr veiku kúnum hafi reynzt
neitt skaðleg; það er margreynt, að
fólki verður ekki meint við að nota
hana, þó að hún sé úr kúm, sem
komnar eru að bana.“ — Þetta
skrifaði ritstjórinn.
í júnímánuði 1919 flutti Skeggi
þessa frétt: „Tvær kýr drápust á
sama sólarhringnum í vikunni....
Eru nú dauðar sjö kýr á rúmum
mánuði. Annar bóndinn, sem nú
missti kú sína, missti aðra kú í haust
og nú á hann enga eftir. “
Var nú skorað á hina nýkjörnu
bæjarstjórn Vestmannaeyjakaup-
staðar að láta mál þetta til sín taka,
þar sem ekkert var þá búnaðarfélag
í kaupstaðnum til þess að knýja á
BLIK 5
65