Blik - 01.06.1980, Blaðsíða 183
engan trúnað á fullyrðingar okkar.
Undir niðri gat ég dáð það og undr-
ast, hvernig Steingrími og Páli gat
tekizt með skynsamlegum fortölum
og mælskulist að stela hjartanu úr
forstjóranum. Sagt var okkur, að
sú gáfa reyndist þó ekki öllum gefin
og fjarri því.
Sumarið 1956 afréðum við hjónin
að fara í ferðalag austur í átthagana
og dveljast þar um hálfsmánaðar-
skeið. Þegar við komum aftur heim
úr þeirri ferð, var ég ekki lengur í
stjórn Kaupfélags Vestmannaeyja.
Hinir þrír ráðandi menn í meiri
hluta stjórnarinnar höfðu strax
boðað til aðalfundar, þegar ég var
horfinn úr bænum. Sá fundur var
ekki svo vel sóttur að löglegur yrði.
Til þess þurftu að sitja fundinn um
250 félagsmenn, því að alls höfðum
við náð undirskriftum um það bil
500 manna, þegar hér var komið
vexti Kaupfélagsins. — Brátt var
boðað til framhalds-aðalfundar.
Hann sátu milli 20 og 30 félags-
menn. Og hann var löglegur samkv.
kaupfélagslögunum þó að fámenn-
ur væri.
Á þessum fundi bar einn af for-
ingjum Kommúnistanna í bænum,
Gísli Þ. Sigurðsson, fram þá tillögu
opinskátt, að mér yrði hafnað í
stjórn Kaupfélagsins. Ástæðurnar
voru sá „glæpur“, sem ég átti mesta
sök á gagnvart verkalýð bæjarins,
þegar ég hafði beitt mér fyrir sölu
bæjartogaranna. Tillaga þessi var
samþykkt með um það bil V* hlut-
um hinna fáu fundarmanna.
Þegar hér var komið þessari
valdasókn hinna gömlu andstæð-
inga Sambandsins og samvinnu-
samtakanna í landinu, afréð Jó-
hann Bjarnason, kaupfélagsstjóri,
að segja upp stöðu sinni. Það gerði
hann með löglegum fyrirvara. Þann
fyrirvara notuðum við í stjórn
Sparisjóðs Vestmannaeyja til þess
að draga sem mest saman seglin um
víxlakaup og aðra fyrirgreiður við
Kaupfélagið, því að okkur bauð í
grun. Við þekktum allt okkar
„heimafólk“ og gátum ráðið
nokkuð fram í tímann.
Formaður hins gjaldþrota Neyt-
endafélags var nú orðinn formaður
kaupfélagsstjórnarinnar og komm-
únistinn í stjórninni varaformaður.
Og nú hófust sérlegir og sögulegir
atburðir í rekstri Kaupfélagsins.
Nýr kaupfélagsstjóri var ráðinn í
stað Jóhanns Bjarnasonar, hins
ötula og hyggna kaupfélagsstjóra.
Sá hét Jón Bergsteinsson. Hann tók
við stöðunni 1. febr. 1957. Hann
hvarf frá henni í janúar 1958. Þá
var hann saddur þeirra starfsdaga.
Hver tók nú við?
Dag nokkurn kom ókunnur
maður inn í Sparisjóð Vestmanna-
eyja og æskti þess að fá að ræða við
mig. Það var auðsótt mál. Þessi
maður kvaðst heita Jóhann og
nefndi föðurnafn sitt, sem ég læt
liggja milli hluta. Hann kvaðst vera
ráðinn kaupfélagsstjóri í stað Jóns
Bergsteinssonar. Gott var það og
blessað. Og erindið?
Erindið var það, að fá kr.
BLIK
181