Blik - 01.06.1980, Qupperneq 25
>nu á Löngunef. Gefið þaðan niður
í bát. Síðan voru baggarnir fluttir
yfir Botninn og að lokum reiddir á
hrossum heim í hlöður.
Þegar hugleidd er sú óhemju-
fyrirhöfn, þó að hættunni sé sleppt,
sem þessari heyöflun var samfara,
ntá það undravert teljast, að
nokkur skyldi leggja þetta á sig. En
það var strangur herra, sem á eftir
rak, nefnilega neyðin.
Enda þótt þessi heyskapur væri
ekki mikill að vöxtum, var þó hægt
að halda lífi í nokkrum kindum
með heyi þessu, eða gefa í kú, þó að
ekki væri nema einn dag í viku
hverri, og fá mjólk í staðinn. Það
var í daglegu tali kallað að gefa í.
Þó munu þau heimili í Eyjum ekki
hafa verið fá á þessum árum, sem
helzt aldrei sáu mjólk. Svo var það
hjá foreldrum mínum fyrstu árin,
sem þau bjuggu hér.
Til þess að sleppa við heyburðinn
um Heimaklett, var reynt að raka
heyinu eða draga það undan brekk-
unni af þeim slægjublettum, sem
þannig lágu við. Mikla varkárni
þurfti að hafa við þetta. Mönnum
var lengi í minni, að eitt sinn þá
verið var að raka lausu heyi ofan af
Hettu, hljóp það, þegar komið var
niður í sniðið. Tók það þá með sér
einn manninn, sem þó stöðvaðist í
götunni, sem þarna var alldjúp, rétt
við bjargbrúnina, en heyið sópaðist
yfir hann og féll niður undir Löngu.
Eitt sumar á þessum árum fengu
faðir minn og Guðmundur bóndi
Þórarinsson á Vesturhúsum allar
slægjurnar í Heimakletti til hey-
skapar. Þarna var um allmikið hey-
magn að ræða, eftir því sem þá
gjörðist. Heyinu var gefið í skip
þarna beint niður, þó að hátt sé.
Allmikinn útbúnað og marga menn
þurfti við þetta. T.d. voru tveir
staurar grafnir niður á endann,
annar kippkorn uppi í brekkunni,
þar sem grafinn hafði verið stallur,
sem heyið var fært á til bindingar.
Neðri staurinn var grafinn niður
á bjargbrúninni. Á honum voru
baggarnir gefnir niður í bátinn, sem
flutti heyið í land. Á milli stauranna
var strengdur kaðall þeim til stuðn-
ings og öryggis, sem baggana fluttu
frá bindingsstað til þess staðar, þar
sem heyið var gefið niður í bátinn.
Ekki tapaðist nema einn baggi
ofanfyrir í þetta sinn. Það þótti
heppni, að hann skyldi ekki lenda á
bátnum því að það hefði að líkind-
um kostað líf bátverja.
Einnig var ég á æskuárum mínum
við heyskap í Stóra-Klifi. Þar var
gaman að heyja. En erfiður var
ofanflutningurinn, því að heyið var
borið ofan af Klifinu.
Á þessum árum var heyjað að
jafnaði í eftirtöldum fjöllum og
eyjum: Heimakletti, Stóra- og
Litla-Klifi, Yztakletti, Bjarnarey og
Elliðaey.... í úteyjunum, og til
þeirra taldist Yztiklettur, var
heymagnið bæði mikið og gott, því
að nóg var teðslan. Fuglinn sá um
hana. En þar sem sérstök veðurskil-
yrði urðu að vera fyrir hendi til þess
að flytja heyið sjóleiðis heim úr
blik
23