Blik - 01.06.1980, Side 165
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON
Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum
(Framhald)
Árið 1974 tók Blik að birta
greinar um samvinnusamtökin í
Vestmannaeyjum. Skrifaður og
birtur hefur verið útdráttur úr sögu
þessara samvinnusamtaka:
1. Kaupfélags Vestmannaeyinga
2. Kaupfélagsins Herjólfur
3. Kaupfélagsins Bjarma
4. Kaupfélagsins Fram
5. Kaupfélagsins Drífandi
6. Kaupfélags verkamanna
7. Kaupfélags alþýðu
Að þessu sinni birtir Blik ágrip af
sögu þriggja verzlunarfélaga, sem
starfrækt voru og hafa verið á sam-
vinnugrundvelli. Það eru samvinnu-
félögin K/f Eyjabúa, Neytenda-
félagið og K/f Vestmannaeyja.
Ég, sem þetta skrifa, hefi ekki átt
þess kost að lesa fundargerðar-
bækur eða kynna mér aðrar heim-
ildir um starfrækslu þessara tveggja
fyrstnefndu fyrirtækja en þær, sem
birtar eru í opinberum gögnum.
Áður hefi ég á það minnzt, að á
fjórða áratug aldarinnar voru kaup-
félögin í Eyjum stofnuð öðrum
þræði til að efla stjórnmálaflokka
og stjórnmálasamtök. Þau voru
þess vegna eins-konar flokksfyrir-
tæki og áttu að vera hagsmunasam-
tök þess fólks, sem styrkti flokkinn
sinn og studdi flokksforustuna,
þegar mest reið á.
8. Kaupfélag Eyjabúa
Það var stofnað 25. nóvember
1932. Samkvæmt lögum þess var
það bæði neytendafélag og afurða-
sölufélag. Ábyrgð félagsmanna á
skuldbindingum félagsins nam
aðeins kr. 100,oo á hvern félags-
mann.
Þessir menn skipuðu stjórn þessa
kaupfélags: Stefán Árnason, lög-
regluþjónn, sem var formaður fé-
lagsstjórnar, Símon Guðmundsson,
útgerðarmaður, Páll Eyjólfsson, þá
fiskimatsmaður, Guðjón Jónsson,
trésmiður, og Óskar Sigurhansson,
vélsmiður. Allir voru þessir menn
kunnir Sjálfstæðismenn í bæjar-
félaginu. — Framkvæmdarstjóri og
prókúruhafi kaupfélags þessa var
Sigurður Scheving, þá nýbakaður
Samvinnuskóla-kandidat.
Þetta kaupfélag fékk inni í fyrr-
verandi verzlunarhúsi Edinborgar-
verzlunarinnar, verzlunarhúsi Gísla
J. Johnsen, sem nú hafði verið
gerður gjaldþrota, þegar hér var
komið tíð og tíma. Útvegsbankinn í
Eyjum lánaði fé til reksturs þessa
BLIK
163