Blik - 01.06.1980, Síða 190
mannaeyja á sínum tíma kr.
500.000,oo með tilliti til þess, að
tvær íbúðir voru á efri hæð hússins
og skiptist þá þetta fé niður á íbúð-
irnar og verzlanirnar.
Stjórn Sparisjóðsins sannfærðist
fljótlega um dugnað þessa kaup-
félagsstjóra og hyggjuvit í starfi og
rekstri kaupfélagsins. Þá stóð ekki
á henni til að mæta stofnuninni
miðra garða í viðskiptunum.
Til þessa hafði S.Í.S. átt bæði
verzlunarhúsin, sem búðir Kaup-
félagsins voru starfræktar í við
Bárustíg, nr. 6 og nr. 7. Brátt kom
Guðni kaupfélagsstjóri því til
leiðar, að félgið gat keypt húsið að
Bárustíg 6. Kaupverðið var lágt,
eða kr. 540.000,oo. Sparisjóðurinn
átti sinn þátt í því, að þessi húskaup
félagsins urðu því kleif þrátt fyrir
liðin hörmuleg viðskiptaár.
Nú fannst okkur stofnendum
Kaupfélagsins, að það ætti orðið
sjálft sig að hálfu leyti.
Bráðlega keypti félagið af S.Í.S
annað hús, sem Kaupfélagið Dríf-
andi hafði átt. Það var hið gamla
verzlunarhús nr. 42 við Strandaveg,
sem var kallað Gefjun. Gefjunar-
húsinu fylgdi stór lóð, sem nú var
orðin verðmikil, eftir að uppfylling
hafði verið gjörð þarna við höfnina
milli Gömlu bæjarbryggjunnar og
Bratta. Enda leið nú ekki á löngu
þar til ísfélag Vestmannaeyja keypti
hluta af lóð þessari undir fisk-
verkunarhús, sem það reisti þar.
Líf var komið í kaupfélagsrekst-
urinn. Veldur hver á heldur.
Árið 1964 nam vörusala K.F.V.
kr. 27.5 milljónum króna. Þá hafði
tala þessi hækkað um kr. 5,8 mill-
jónir frá fyrra ári. Rétt er þó að
minna á, að dýrtíð fór vaxandi í
landinu á þessum árum. Á þessu ári
skilaði rekstur Kaupfélagsins hagn-
aði, sem nam kr. 407.000,oo, og
höfðu þá allar eðlilegar afskriftir
átt sér stað.
Vert er að geta þess, að á árinu
1963 stofnaði Kaupfélagið sérstaka
pylsugerð, sem skilaði brátt mjög
góðum hagnaði.
Á vertíð 1966 stofnaði Kaup-
félagið sérstakt hlutafélag og lagði
fram kr. 50.000 hlutafé í þessu
skyni. Þetta fyrirtæki hlaut nafnið
Hlutafélagið Dröfn. Hlutverk þess
var fiskverkun, því að sá atvinnu-
vegur var þá auðsær gróðavegur.
Fiskverkunin var rekin í hinu gamla
frystihúsi Sambandsins við Strand-
veg. Fyrirtækið skilaði góðum
hagnaði á stofnárinu eða kr.
239.000,oo. Þá var hlutverki þess
lokið. Kaupfélagið hreppti þar
góðar aukatekjur.
Á árinu 1966 stofnaði K.F.V. til
verzlunarreksturs í hinni svoköll-
uðu Brynjúlfsbúð að Kirkjuvegi 21.
Leigan fyrir búðina og verzlunarað-
stöðu þessa var 4% af brúttósölu
varanna. Áhættan var þess vegna
mun minni en ella og hyggilega af-
ráðin. Og framtak þetta skilaði
K.F.V. nokkrum hagnaði.
En nú steðjaði orðið að sérlegur
vandi í verzlunarrekstri í Vest-
mannaeyjakaupstað. Ýmiskonar
188
BLIK