Blik - 01.06.1980, Side 176
voru meira og minna lélegar leifar
frá Kaupfélagi verkamanna, var
kippt stoðunum undan þeirri hug-
sjón okkar, að Kaupfélag Vest-
mannaeyja gæti um árabil orðið
efnalega sjálfstæð stofnun. Enda
komu afleiðingar þessarar óbilgirni
og kúgunar brátt í ljós í rekstri
K.F.V. Miklu varð að fleygja af
vörubirgðunum, eftir að kaupfélag-
ið var neytt til að yfirtaka þær á
innkaupsverði með dálitlum af-
slætti. Eftir fyrsta starfsárið nam
vörurýrnunin 5,63% samkv.
skýrslu endurskoðendanna til
stjórnarinnar. Þar olli mestu þær
vörur, sem varð að fleygja, aka
þeim vestur af Hamrinum, sökum
skemmda. Þessi vörurýrnun stafaði
fyrst og fremst af skemmdum vör-
um frá hinum gjaldþrota samvinnu-
fyrirtækjum en ekki þjófnaði
starfsfólksins úr búðum verzlunar-
innar.
Eftir tveggja mánaða rekstur og
sölu á skemmdum vörum varð Sam-
bandið að lána Kaupfélaginu stór-
fé, eins og það var á þeim tíma,
hálfa milljón króna, til þess að
endurnýja vörulager sinn í stað
skemmdu varanna, sem var fleygt í
ótrúlega ríkum mæli. Við brostum í
beiskju okkar, og létum hvergi
skuldbinda okkar í öllum þessum
skollaleik viðskiptalífsins, og þá
ekki heldur Sparisjóð Vestmanna-
eyja.
Jón Gunnarsson hét fyrsti kaup-
félagsstjórinn, sem forstjóri Sam-
bandsins sendi Kaupfélagi Vest-
mannaeyja. Hann hafði áður verið
kaupfélagsstjóri í litlu kauptúni á
Norðurlandi, þar sem lítil var
samkeppnin í viðskiptalífinu.
Kaupfélagið þar var næsta einrátt í
verzlun og viðskiptum. í Vest-
mannaeyjum gegndi öðru máli.
Endurskoðendur Kaupfélags
Vestmannaeyja urðu þess bráðlega
varir, að kaupfélagsstjórinn var
slyngur bókfærslumaður, svo að
þeir dáðust að starfi hans á því
sviði. Hins vegar kom það brátt í
ljós, að hann bar ekki skyn á þann
vanda, sem mikil samkeppni í verzl-
un hefur í för með sér. Þá reynir
vissulega á hyggju- og fjármálavit.
Yfir þessari óstjórn var kvartað
iðulega við mig, formann kaup-
félagsins. Þetta var viðkvæmt mál
og vandasamt, þar sem hver þekkir
annan í vinsemd og kunningsskap.
— Stjórnin ræddi þessi mál við
kaupfélagsstjórann. Kaupfélags-
stjórnin vildi ráða deildarstjóra til
þess að annast daglega umsjón með
starfsfólkinu og afgreiðslunni í
heild. Á það gat kaupfélagsstjórinn
ekki fallizt, þó að stjórnin væri þar
öll á einu máli. Afstaða hans í þessu
mikilvæga hagsmunamáli
fyrirtækisins vakti óánægju með
stjórnarmönnum. Þar olli miklu,
hversu kaupfélagsmenn kvörtuðu
hávært undan stjórnleysinu í
búðunum og óviðeigandi
viðskiptaháttum. T.d. voru þarna
starfandi tveir hljómlistarmenn við
daglega afgreiðslu. Þeir höfðu
hljómlistartækin með sér í starfið
174
BLIK