Blik - 01.06.1980, Síða 46
synlegum kynbótum á kúnum, en
hvergi er jafnmikill munur á gagn-
semi skepna sömu tegundar eins og
góðrar kýr og ónýtrar.
Ég geri nú ekki ráð fyrir, að svo
róttæk breyting sem þessi, komist á
í bráðina. En núverandi ástand er
óþolandi og verður að breytast í
rétta átt. Hið fyrsta, sem þarf að
gera, er að innleiða berklarann-
sóknir á kúnum, heilbrigðiseftirlit
með fjósunum og meðferð mjólkur-
innar og koma upp 2-3 útsölustöð-
um, sem öll sú mjólk, sem seld er í
bænum, fari í gegnum. Yrði þar
hægt að hafa eftirlit með, að mjólk-
in væri hrein og ósvikin............
Annars er mjólkurframleiðslan alls
ekki of mikil, því að hér þyrfti að
réttu lagi 400 kýr, ef mjólk, hin
ágæta og holla fæða, væri notuð
eins og vert er í staðinn fyrir kaffi-
sullið, sem allt of mikið er drukkið
af.“
Þetta var þá „mjólkurhugvekja“
Kolka læknis 1932. Efni hennar er
rétt og sannsögulegt og sannar
okkur, hversu mörgu var ábótavant
hjá Eyjamönnum á þessum árum og
gamlir hættir steinrunnir.
Skrif Kolka læknis höfðu þá sín
áhrif og vöktu menn til íhugunar.
Um árabil hafði óskiljanlegur kúa-
dauði átt sér stað í Eyjum. Kýr lágu
dauðar á bás sínum, þegar í fjós
var komið að morgni. Hvað olli?
Það vissi enginn enn. Engin rann-
sókn hafði farið fram á þessu fyrir-
brigði. Eftir þessi skrif læknisins
skaut þeirri hugmynd upp, að nauð-
synlegt væri að ráða dýralækni til
starfa í Eyjum til lengri eða
skemmri tíma. Gæti hann þá rann-
sakað hinn óeðlilega mikla kúa-
dauða, rannsakað mjólkurgæði og
beitt áhrifum sínum til aukins
hreinlætis í fjósum Eyjamanna.
Stofnað Búnaðarfélag Vestmannaeyja
Og enn liðu fimm ár án sérlegra
breytinga á ræktunarmálum Eyja-
manna. Hver og einn baukaði við
sín ræktunarstörf á graslendi og í
görðum með gömlu, þjóðlegu tækj-
unum, erfiðu og seinvirku, án þess
að gefa nokkurn kost á þátttöku í
einhverjum samtökum til að bæta
vinnubrögðin og auka framleiðsl-
una, hvort sem það var mjólk eða
garðávextir.
Árið 1923 samþykkti alþingi hin
merku Jarðræktarlög, sem mörk-
uðu strax mikilvæg og markverð
spor fram á við í öllum ræktunar-
framkvæmdum þjóðarinnar í heild
og þá líka í Vestmannaeyjum.
Með Jarðræktarlögunum var af-
ráðið, að atvinnumálaráðneytið
hefði á hendi æðstu stjórn allra
ræktunarmála í landinu. Búnaðar-
félag Islands skyldi svo vera ráðu-
neytinu hin hægri höndin um þessi
mál öll. Samkvæmt lögum þessum
skyldi veita styrk til ræktunarfram-
kvæmda, og hafði Búnaðarfélag ís-
lands umsjón með þeim. Ráðunaut-
ar þess og trúnaðarmenn skyldu
meta, mæla og dæma þær rækt-
unarframkvæmdir, sem njóta
skyldu styrks úr ríkissjóði.
44
BLIK