Blik - 01.06.1980, Síða 133
Þessi drykkjumannskona taldi
lyfjabúðina hérna hinn mesta
heimilisbölvald sinn.
Þegar ég var í áfengisvarnanefnd
hér, kvartaði ég margsinnis yfir því
við lyfsalann, hversu sprittsala hans
virtist eiga sér lítil takmörk. Vitað
var þá, að ýmsir drukku sig ölvaða
af spritti lyfsalans dögum og vikum
saman.
Eftir þetta viðtal virtist lyfsalinn
eða fyrirtæki hans selja sprittið með
meiri varúð en fyrr. Sú sálarbetrun
stóð aðeins stuttan tíma.
Nú skal teningnum kastað. Nú
hefi ég tekið það ráð, að ræða þetta
bölvað sprittástand lyfsalans í blað-
inu hér. Ég heiti honum því um leið,
að blaðið skal vera honum hang-
andi sverð yfir höfði, meðan ég er
við það riðinn, ef hann hættir ekki
þeim ósóma að selja eða láta selja
drykkjumönnum lampaspritt eða
aðra áfenga drykki.
Það er vitað, að drykkjumönnum
hér er í lófa lagið að nota jafnvel
smábörn til sprittkaupa, því að í
lyfjabúðinni virðist ekkert um
annað fengizt en að selja lampa-
sprittið til þess að seðja gróðafýsn
lyfsalans. Hann hlýtur að vera þess
meðvitandi, hvað hann er að gera
með þessu háttalagi öllu. Þegar
frúin gerðist hér lyfsali, var þess
vænzt, að drykkjumannaheimilun-
um hér mundi sízt stafa ógæfa af
verzlunarrekstri hennar. „Konu-
hjartað“ var talið nokkur trygging
fyrir því og lífsreynsla frúarinnar
sjálfrar. Allt annað hefur orðið
uppi á teningnum. Sprittsala frúar-
innar hefur mjög oft leitt óumræði-
legar hörmungar yfir æðimargar
kynsystur hennar í þessum bæ og
börn þeirra. Hyggur frúin, að
peningar þeir, sem hún nælir inn á
eymd og volæði annarra, verði
henni hamingjugjafi í lífinu? Og ef
svo er ekki, til hvers er þá unnið?
Ég læt hér staðar numið að þessu
sinni. En það verður aðeins um
stundarsakir, ef lyfsalinn heldur
áfram þessum hætti um sprittsöl-
una, er hann hefur haft í verzlunar-
rekstri sínum um áraskeið.
Fólk, sem gerir sér eymd annarra
að féþúfu, á engan rétt á því að
halda óskertu mannorði sínu.“
Eftir að grein þessi birtist al-
menningi í bænum, komst hreyfing
á þetta mál. Þegar ég var formaður
áfengisvarnanefndar, hafði ég haft
samband við Vilmund landlækni
Jónsson um þetta böl, sem ýmsum
heimilum í bænum stafaði af spritt-
sölu lyfjabúðarinnar. Hann vildi
uppræta ósómann en virtist vanta
bolmagn.
Ég vissi, að lyfsalinn var ná-
stæður leynifélagsskap broddborg-
ara í bænum, þar sem maður henn-
ar hafði verið félagsmaður. Af eldri
reynslu minni frá málsóknum á mig
á árunum 1950-1952 vissi ég örugg-
lega, að leynifélagsskapur þessi
mundi taka mál þetta fyrir á fundi
sínum og samþykkja að veita lyfsal-
anum aðstoð í málsókn sinni á
hendur mér. Þessi vissa féll mér vel í
geð.
BLIK
131