Blik - 01.06.1980, Síða 140
þennan dag, skundaði ég heim eins
og vant var. Jú, rétt reyndist það.
Við áttum þetta happdrættisnúmer
á einu skuldabréfinu okkar frá
ríkissjóði og við höfðum unnið kr.
10.000,oo. Vissulega lét ég ekki
dragast úr hömlu fyrir mér að tjá
konunni minni happið. Og nú skrái
ég orðin upp úr dagbókinni minni:
„þarna sérðu, konan mín, að for-
sjónin stendur með mér eða þjónar
hennar í dularheimum. Þeir vilja,
— þeir óska þess, að ég segi sann-
leikann og standi fastur á málstað
þeirra, sem líða, en síðan hjálpa
þeir mér að rísa undir afleiðing-
unum. Þessu máttu trúa, konan
mín, eins og ég. Nú hefurðu þreifað
á því.“
Konan mín átti naumast orð. Svo
undrandi varð hun. Hún kvaðst
alltaf hafa verið gæfunnar barn.
Þau orð hennar glöddu mig inni-
lega.
Nú afréð ég með sjálfum mér að
nota þennan happdrættisvinning til
þess að skjóta „sprittmálinu“ til
Hæstaréttar, ef mér félli ekki vel
dómur undirréttarins, því að tor-
tryggni lét á sér kræla innra með
mér af sérstökum ástæðum. Nú
skyldi þetta mál svo sannarlega fá
að ganga sér til húðar.
Daginn eftir að happdrættisvinn-
ingurinn féll okkur í skaut, hringdi
til mín einn af forustumönnum
bindindisstarfsins í landinu. Það
var Brynleifur heitinn Tobíasson,
sem þá var áfengisráðunautur ríkis-
ins. Hann tjáði mér, að Vilmundur
Jónsson, landlæknir, hefði lesið
grein mína í Framsóknarblaðinu 15.
sept. s.l. Síðan hefði hann fylgzt
með málaferlunum og þeir allir í
forustuliði bindindisstarfsins í
landinu. — Áfengisráðunauturinn
kvað landlækni hafa skrifað lyfsal-
anum í Eyjum harðort bréf varð-
andi þessi áfengismál, þessa lát-
lausu og ólöglegu sprittsölu.
Ég stóð þá heldur ekki einn hérna
megin tilverunnar, hugsaði ég í trú
minni.
Nú hófst mikið starf. Ég stefndi
„sprittsalanum“ til réttarhalds, þar
sem ég lagði fyrir hann margar
spurningar varðandi þessa verzlun
hans. Þá stefndi ég líka til réttar-
haldsins tveim afgreiðslustúlkum
lyfjabúðarinnar. Svör þeirra við
áleitnum spurningum mínum urðu
einnig málstað mínum til framdrátt-
ar. T.d. var sá framburður þeirra
bókaður, að þær seldu á stundum
sama drykkjumanninum mörg
sprittglös á dag til þess að fá frið í
búðinni, þegar ekki náðist í lögreglu
eða hennar var ekki óskað, eins og
oftast var.
Þá mættu í réttinum þrír lög-
regluþjónar í bænum. Þeim þurfti
ég ekki að stefna fyrir réttinn. Þeir
komu án þess. — Lögregluþjónarn-
ir fullyrtu, að þeir hefðu „oft tekið
ölvaða menn úr umferð, sem hafa
verið með 1 — 2 og allt upp í 4 glös
af brennsluspritti á sér úr lyfjabúð-
inni hér, suma mikið ölvaða.”
(Þessi fullyrðing þeirra er hér tekin
orðrétt upp úr réttarhaldsbókinni).
138
BLIK