Blik - 01.06.1980, Page 180
uninni, óttuðumst og tjáðum for-
stjóra Sambandsins, þegar hann
sótti svo fast að sameina Neytenda-
félagið Kaupfélaginu og ryðja burt
úr stjórn tveim samvinnumönnum
til þess að staðsetja þar tvo stjórn-
armenn Neytendafélagsins. Við
kusum heldur að lofa Neytendafél-
aginu að fara hreinlega á hausinn
og hirða þá rústir þess eftir því sem
við töldum æskilegt og hagkvæmt
okkur.
Nú risu andstæðingarnir upp og
vildu beita allskyns bolabrögðum til
þess að hnekkja Kaupfélaginu og
heimta aftur eignir Neytendafélags-
ins, hús og vörubirgðir, sem þeir
töldu að hefðu verið afhentar
Kaupfélaginu með undirferlum og
lymsku, óbilgirni eða einskonar
ofbeldi.
Hinn 20. júní um sumarið (1953)
var stjórn kaupfélagsins birt svo-
felld sáttakæra:
„Um áramótin 1950-1951 afhenti
stjórn Neytendafélags Vestmanna-
eyja Kaupfélagi Vestmannaeyja,
eftir tilmælum Sambands íslenzkra
samvinnufélaga, allar eigur og allan
rekstur Neytendafélags Vestmanna-
eyja. En ekki hafði áður fengizt lög-
legur meiri hluti til þess að gera
þessar ráðstafanir.
Stjórn Neytendafélags Vest-
mannaeyja hefur ákveðið að endur-
heimta þessar eignir og gerir þær
kröfur, að Kaupfélag Vestmanna-
eyja eða stjórnin fyrir þess hönd af-
hendi eftirfarandi:
1. Húseignina nr. 7 við Bárustíg
ásamt meðfylgjandi lóðarréttindum
í því ástandi, eða ekki verra ástandi,
en hún var í um áramótin 1950-1951
og með viðaukum og endurbótum,
sem á henni kunna að hafa verið
gerðar, og að ógilt verði talið afsal á
nefndri eign 4. april 1951. Á eign-
inni hvíli eigi hærri veðskuldir og
eigi með verri kjörum en þær, er á
henni hvíldu, er formleg afhending
fór fram um áramótin 1950-1951.
Engar kvaðir hvíli á eigninni.
2. Vörubirgðir og áhöld tilheyr-
andi verzlun félagsins og afhent var
Kaupfélgi Vestmannaeyja í umrætt
sinn, allar innstæður hjá bönkum
og viðskiptamönnum og öðrum,
alla sjóði og peningaeign, allt í
sama ástandi og það var í, er af-
hending fór fram, svo og bifreið og
önnur tæki, en N.V. taki eigi við
meiri skuldum en fyrir hendi var í
umrætt sinn.
3. Allar bækur og skjöl tilheyr-
andi rekstri Neytendafélags Vest-
mannaeyja, er afhending fór fram,
svo sem sjóðbók og dagbók eða
sjóðdagbók, viðskiptamannabók,
höfðubók og vörutalningaskrá,
fylgiskjöl, gjörðarbók og öll önnur
skjöl og skilríki, er viðkoma rekstri
félagsins í umrætt sinn.
Komi í ljós, að eignir hafi rýrnað,
eða eignir þær, sem nefndar eru í
1 .-3. gr. hér að framan, séu ekki leng-
ur til hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja,
eða af öðrum ástæðum sé ekki
hægt að skila þeim, eins og hér að
framan er krafizt, að bætur verði
178
BLIK